Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Ferðatillaga menning og saga

historical-place-holar.jpg
Ferðatillaga menning og saga

Dagur 1: Sögufrægu Húnavatnssýslurnar

 

•  Bjarg í Miðfirði er heimili Grettis hins sterka sem var mikilmenni og gaman að fræðast um.
•  Vatnsnesið og selirnir í þeirra náttúrulega umhverfi, Hvítserkur sjávarkletturinn frægi og Borgarvirki hið fræga.
•  Þingeyrarkirkja er eitt elsta steinhús landsins og er byggt 1877. Þar voru höfðingjar og þeirra aðalsfólk.
•  Vatnsdalshólar þar sem síðasta aftakan átti sér stað á Íslandi árið 1830.

Dagur 2: Blönduós og Skagafjörður

 

•  Textíliðnaðarsafnið á Blönduós þar sem textíll, gamlir þjóðbúningar og annað ræður ríkjum.
•  Skagaströnd, sögufræga fiskiþorpið og heimili Spákonufells og Spákonuhofs þar sem enginn má fara án þess að láta spá fyrir sér.
•  Sauðárkrókur og Skagafjörður, íslenski hesturinn er oft kenndur við Skagafjörðinn og á Hólum má meðal annars heimsækja sögusetur Íslenska hestsins. Sútunarmiðstöð er að finna á Sauðárkróki og Glaumbær er minjasafn sem kætir og er torfbær.
•  Hægt er að fara í stuttar sem langar hestaferðir eða flúðasiglingu í Jökulsá sem hefur verið sögð ein sú skemmtilegasta af mörgum sem hafa farið þar niður á bát. 
•  Drangey er eyjan sem geymir lunda og er eyjan einstaklega falleg. Á Reykjum er hægt að heimsækja hina frægu Grettislaugina og skella sér í sjósund í leiðinni.

Dagur 3: Tröllaskaginn

 

• Hólar í Hjaltadal er sögufrægur staður, þar má heimsækja elstu steinbyggðu kirkju á Íslandi og þar að auki er hún dómkirkja. Sumir láta síðan Bjórsetrið á Hólum ekki framhjá sér fara. 
•  Sundlaugin á Hofsósi er gersemi sem allir vilja baða sig í.Þess má geta að Hofsós er einn elsti kaupstaður landsins.
•  Á Siglufirði má ekki láta Síldarminjasafnið framhjá sér fara nú eða fara í skoðunarferð um bruggsmiðju Seguls 67 í gamla frystihúsinu. Á Ólafsfirði er náttúrugripasafn, þar sem hægt er að sjá ýmsar tegundir fugla. Á Dalvík er hægt að fræðast um söguna í byggðasafninu og ekki er ólíklegt að ferðalangar detti inn á viðburði í Menningarhúsinu Bergi.

Dagur 4: Akureyri og Eyjafjörður

 

•  Ferjan til Hríseyjar fer oft á dag og þar má finna hús Hákarla Jörundar. Það er ekki á mörgum stöðum sem má finna eins mikla kyrrð og í Hrísey. Grímsey er svo staðurinn þar sem hægt er að fara yfir heimskautsbaug og fá staðfestingu á því.
•  Minjasafnið, Davíðshús og margt fleira. Akureyri er miðpunktur menningar á Norðurlandi, með Menningarfélag Akureyrar og Listasafnið fremst í flokki. Mikill fjöldi veitingahúsa og menningarviðburða fylla kvöldin af skemmtun fyrir alla.

Borgarvirki

Borgarvirki á Vatnsnesi er klettaborg úr 10-15 metra háu stuðlabergi. Virkið er gosstapi og tilgáta er um að þar hafi verið héraðsvirki og barist til forna. Á Borgarvirki er útsýnisskífa og þar er mjög víðsýnt yfir stóran hluta héraðsins.

Einstakt náttúrufyrirbæri, endurbætt af mönnum fyrr á öldum.

Þingeyrakirkja

Þingeyrar var fyrrum eitt kunnasta stórbýli í Húnaþingi og kirkjustaður. Frá Þingeyrakirkju er ein víðasta og fegursta útsýn í sýslunni. Talið er að enginn bær hafi verið eins stór og vel hýstur sem Þingeyrar enda sátu þar auðmenn og höfðingjar um aldir. Þingeyrarkirkja er byggð úr steini og var vígð árið 1877. Á Þingeyrum var fyrsta munkaklaustur Íslands stofnað árið 1133.

er ein víðasta og fegursta útsýn í sýslunni. Talið er að enginn bær hafi verið eins stór og vel hýstur sem Þingeyrar enda sátu þar auðmenn og höfðingjar um aldir. Þingeyrakirkja er byggð úr steini og var vígð árið 1877. Á Þingeyrum var fyrsta munkaklaustur Íslands stofnað árið 1133.

Vatnsdalshólar

Vatnsdalshólar eru einkennilegir ásýndum og lengi hefur verið óvíst um uppruna þeirra. Hólarnir eru margbreytilegir að lit og lögun. Sumir eru keilumyndaðir, aðrir sem bunkar eða kambar að lögun. Vatnsdalshólarnir ná yfir rúmlega fjögurra ferkílómetra svæði og hafa þeir verið taldir meðal þriggja náttúrufyrirbrigða á Íslandi sem væru óteljandi, hin tvö voru vötnin á Arnarvatnsheiði og eyjarnar á Breiðafirði.

Hvítserkur

Hvítserkur er sérkennilegur brimsorfinn klettur í sjó við vestanverðan botn Húnafjarðar í Vestur-Húnavatnssýslu. Hvítserkur er hvítur af fugladriti og er sennilegt að nafnið sé dregið af því. Kletturinn er 15 metra hár. Hægt er að labba niður í fjöruna og skoða klettinn enn nánar, skemmtileg fjöruferð fyrir börnin.

Vatnsnes

Á Vatnsnesi er fjölskrúðugt dýralíf og þar er að finna ein aðgengilegustu og stærstu sellátur á landinu, þar sem skoða má landseli í töluverðu návígi. Aðstaða til selaskoðunar hefur verið byggð upp á Illugastöðum, Svalbarði og Ósum en athygli skal vakin á því að selaskoðunarstaðnum í Hindisvík hefur nú verið lokað.
Þar er að finna fagurt umhverfi og náttúruundur og má þar nefna Hvítserk og Borgarvirki. Þar er einnig að finna þekktar söguslóðir.
Hringvegurinn um Vatnsnes er um 90 km langur og að mestu malarvegur og fær allt árið um kring.

Skagaströnd

Á Skagaströnd er ekki aðeins fögur og gróðursæl náttúran yfir og allt um kring og menningin sérstök, blómleg og lifandi - það er svo miklu meira.

Listamenn sinna störfum sínum í Nes-listamiðstöðinnu.

Spákonufellshöfði er vinsælt útivistarsvæði. Þar hafa gönguleiðir verið merktar og fræðsluskilti um fugla og gróður sett upp. Spákonufell er virðulegt fjall fyrir ofan bæinn og gönguleiðin upp er stikuð.

Á Skagaströnd er jafnframt góður golfvöllur, fallegt tjaldsvæði með glæsilegu þjónustuhúsi. Sundlaugin er lítil en notarleg og eftir góða gönguferð er yndælt að láta líða úr sér í heita pottinum eða leika sér með börnunum í lauginni.

Akureyri

Akureyri iðar af mannlífi allan ársins hring. Í bænum búa um 20.000 manns og er hann sá langfjölmennasti utan höfuðborgarsvæðisins, miðstöð athafnalífs og þjónustu fyrir allt Norðurland.

Akureyri er menningar- og skólabær sem byggir á traustum grunni. Þar starfa tvö af stærri sjávarútvegsfyrirtæki landsins og ferðaþjónusta skipar sífellt hærri sess.

Frá Akureyri er stutt í margar helstu náttúruperlur landsins og bærinn sjálfur er vinsæll áningastaður um lengri eða skemmri tíma.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir fjölmarga hluti sem mælt er með að gestir skoði þegar þeir dvelja á Akureyri:

 • Lystigarðurinn - u.þ.b. 400 íslenskar plöntur auk rúmlega 7500 erlendra tegunda
 • Listasafnið og Listagilið
 • Sundlaug Akureyrar
 • Húni II - eikarbátur frá 1963 sem er staðsettur við Torfunesbryggju
 • Veitingahús sem bjóða upp á mat úr héraði
 • Kjarnaskógur
 • Innbærinn - söfn, kirkja og byggingar
 • Jaðarsvöllur - nyrsti 18 holu golfvöllur í heimi Glerárgil
 • Hrísey - perla Eyjafjarðar
 • Akureyrarvaka - uppskeruhátíð Listasumars sem haldin er í lok ágúst ár hvert
 • Bjór frá Víking og Kalda - brugghús í héraði
 • Brynjuís - í uppáhaldi heimamanna
 • Akureyrarkirkja
 • Hlíðarfjall
Blönduós

Blönduós er fjölmennasti þéttbýlisstaðurinn við Húnaflóa og liggur við þjóðveg 1. Í gegnum bæinn rennur ein helsta jökulá landsins, Blanda og í henni miðri er eyjan Hrútey, ein af náttúruperlum svæðisins. Eyjan er friðlýst og lokuð allri umferð vegna fuglavarps frá  20.apríl til 20.júní en á öðrum tímum er hægt að ganga um brú yfir í eynna og eru þar gönguleiðir.  Gangan meðfram Blöndu niður að ósnum er sérlega rómantísk með útsýni yfir hafið að Strandafjöllum.

Auk náttúruskoðunar er ýmsa aðra afþreyingu að finna á svæðinu, stórkostlega vel útbúin sundlaug er á Blönduósi þar sem allt er til staðar og himneskt er að njóta kaffibolla í heita pottinum á meðan börnin leika sér í vaðlauginni eða renna sér í brautunum. Í nágrenni við sundlaugina er stærsti ærslabelgur landsins, staðsettur á lóð Blönduskóla en auk hans er að finna þar kastala, sparkvöll og hjólabrettapalla. Mikið er um veiði á og við Blönduós og er í bænum að finna stangaleigu fyrir þá sem hafa áhuga á slíku, einnig er hestaleiga og golfvöllur í nágrenninu.

Heimilisiðnaðarsafnið er einn af helstu seglum svæðisins en þar er að finna hluta af atvinnusögu þjóðarinnar og þar má sjá hvernig sjálfsþurftabúskapur og heimilisiðja mæta nútíma viðskiptabúskap á seinni hluta nítjándu aldar og fram á þá tuttugustu. Í gamla Kvennaskólanum á Blönduósi er síðan að finna Vatnsdælu á refli en þar er einnig  Textílmiðstöð Íslands – Þekkingarsetur á Blönduósi.

Fjölbreyttir gistimöguleikar eru á svæðinu, hótel, gistiheimili, sumarhús með heitum pottum og sauna auk vel búnu tjaldsvæði sem liggur við Blöndu. Veitingar fást á grillstöðum, kaffi- og veitingahúsum.

Á Blönduósi fara fram fjölbreyttir viðburðir eins og Prjónagleði, Smábæjarleikarnir og Húnavaka. 

Hólar

Hólar eru einn sögufrægasti staður Íslands og biskupssetur um aldir. Kirkja hefur staðið á Hólum frá 11. öld, en núverandi kirkja var reist 1763. Hún er byggð úr rauðum sandsteini úr fjallinu Hólabyrðu og er elsta steinkirkja á Íslandi.

Háskólinn á Hólum hefur stækkað ört á síðustu árum og hefur fjöldi nemendagarða verið byggður. Íbúar Hóla eru yfir tvö hundruð talsins að vetri til. Skólinn sérhæfir sig í ferðamálafræðum, hrossarækt og reiðmennsku, auk fiskeldis og fiskalíffræði.

Fornleifauppgröftur hefur farið fram á Hólum síðustu ár og hafa yfir 40 þúsund munir fundist. Úrval forngripa er til sýnis í gamla skólahúsinu. Um skóginn hlykkjast spennandi göngustígar sem leiða mann inn í undraheima lifandi náttúru þessa forna sögustaðar.

Á Hólahátíð, sem er jafnan um miðjan ágúst eru margskonar viðburðir á vegum kirkjunnar s.s. Pílagrímagöngur, helgihald og aðrir menningarviðburðir.

Laufskálarétt í Hjaltadal er ein vinsælasta stóðrétt landsins en þangað mæta árlega allt að þrjú þúsund gestir og er af mörgum talin drottning stóðréttanna.

Hrísey

Náttúruperlan Hrísey liggur um miðbik Eyjafjarðar. Þar er lítið sjávarþorp sem býður upp á ýmislegt sem ferðafólki kemur til góða, t.d.sundlaug, lítið gistiheimili, veitingahús, tjaldsvæði, kaffihús og verslun.

Gönguleiðir liggja frá þorpinu víðs vegar um eyjuna sem þekkt er fyrir fjölbreytt fuglalíf.

Skemmtileg dagskrá fyrir ferðafólk gæti t.d. verið fólgin í einhverju af því sem hér segir: Skoðunarferð á dráttarvél um eyna, með heimsókn í hákarlasafnið sem hefur að geyma ríkulegan fróðleik um hákarlaútgerð fyrri tíma og annað sem tengist sögu byggðarlagsins.

Til að komast til Hríseyjar, er stefnan tekin á Dalvík og beygt við vegamótin að Árskógssandi, áður en til Dalvíkur er komið. Hríseyjarferjan heldur uppi áætlunarferðum frá Árskógssandi og tekur siglingin út í eyju um 15 mínútur.

Grímsey

Grímsey er græn, grösug og einstaklega gjöful eyja. Frægust er Grímsey trúlega í hugum ferðamanna fyrir heimskautsbauginn og kemur fólk gjarnan langa leið, til þess eins að stíga norður fyrir baug.

Eyjan er 5,3 km2 að stærð. Hæst er hún 105 metrar og fjarlægð frá "Íslandi" er 41 km.

Mannlífið er kröftugt og bjart og eru Grímseyingar mikilir gleðimenn sem vinna og skemmta sér af alhug. Góð sundlaug var vígð árið 1989. Eyjabúar versla í versluninni Búðinni, sem er einkarekin og er þar gott vöruúrval. Einnig eru tvö gistiheimili í Eyjunni og annað er opið allan ársins hring.

Ferjan Sæfari siglir frá Dalvík til Grímseyjar 3 daga í viku allt árið. Reglubundið flug með Flugfélagi Íslands er einnig þangað, 3 sinnum í viku yfir veturinn en sjö daga á sumrin.

Dalvík

Dalvíkurbyggð - Náttúruperla á Tröllaskaganum.

Fyrir þá sem vilja njóta náttúrunnar frá fyrstu hendi er Dalvíkurbyggð tilvalinn áfangastaður en sveitarfélagið liggur við náttúruparadísina Tröllaskagann auk þess að hafa frábært aðgengi að sjó.

Samgöngur eru góðar, bæði innan sveitarfélagsins sem og við aðra þéttbýliskjarna, sumar og vetur, og aðeins tekur 35 mín. að keyra til Akureyrar auk þess sem reglulegar áætlunarferðir eru frá Akureyri.

Í boði eru fjölmargar gönguleiðir, styttri og lengri. Af lengri gönguleiðum má nefna gömlu þjóðleiðina yfir Heljardalsheiði milli Svarfaðardals og Hóla í Hjaltadal og einnig liggja þrjár gamlar þjóðleiðir yfir til Ólafsfjarðar, Reykjaheiði, Grímubrekkur og Drangar, sem gaman er að ganga.

Í Dalvíkurbyggð má einnig finna glæsilega sundlaug, byggðasafn, frábært skíðasvæði, 9 holu golfvöll, sjóstangveiði, hestaferðir og margt margt fleira.

Siglufjörður

Fyrir ferðamenn og útivistarfólk er margt skemmtilegt að skoða og gera á Siglufirði.

Á veturna er staðurinn skíðaparadís og draumur útivistarmannsins. Hægt er að fara á svigskíði, gönguskíði, skauta eða þeytast um á snjósleða.

Á sumrin eru það fjöllin, vatnið og svört sandfjaran sem heilla. Í stórbrotnu landslagi Siglufjarðar má finna fjölbreyttar gönguleiðir um fjöll og dali og njóta einstaks útsýnis í kyrrð og ró.

Afþreyingarmöguleikar eru nánast ótæmandi. Á Siglufirði er boðið upp á sjóstöng og auk þess er hægt að veiða á stöng í Hólsá. Ekki gleyma því að hægt er að veiða á bryggjum bæjarins.

Miðnætursiglingar og ferðir yfir heimskautsbaug eru einnig í boði. Möguleiki er að skipuleggja sérstakar ferðir fyrir þá sem þess óska, svo sem göngu- og siglingaferð þar sem gengið yrði út í Héðinsfjörð og siglt heim. Á Siglufirði er 9 holu golfvöllur og sundlaug.

Þar er Síldarminjasafnið, stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn landsins og í Evrópu allri. Í þremur ólíkum húsum er hægt að kynna sér síldveiðar og vinnslu á "silfri hafsins". Síldarminjasafnið hlaut Evrópuverðlaun safna, Michletti verðlaunin, árið 2004. Á Siglufirði er einnig Þjóðlagasetrið.

Ólafsfjörður

Fyrir ferðamenn og útivistarfólk er margt skemmtilegt að skoða og gera á Ólafsfirði.

Á veturna er staðurinn skíðaparadís og draumur útivistarmannsins. Hægt er að fara á svigskíði, gönguskíði, skauta, þeytast um á snjósleða eða dorga í Ólafsfjarðarvatni.

Á sumrin eru það fjöllin, vatnið og svört sandfjaran sem heilla. Í stórbrotnu landslagi Ólafsfjarðar má finna fjölbreyttar gönguleiðir um fjöll og dali og njóta einstaks útsýnis í kyrrð og ró.

Afþreyingarmöguleikar eru nánast ótæmandi. Á Ólafsfirði er boðið upp á sjóstöng og auk þess er hægt að veiða á stöng í Ólafsfjarðará og Ólafsfjarðarvatni. Svo má ekki gleyma því að hægt er að veiða á bryggju bæjarins. Á Ólafsfirði er 9 holu golfvöllur, sundlaug og glæsilegt náttúrugripasafn með fjölda uppstoppaðra fugla.

Hestaafþreying

Á Norðurlandi er gríðarlega sterk hefð fyrir hrossarækt og hestamennsku. Skagafjörður hefur oft verið nefndur Mekka hestamennskunnar á Íslandi en í Húnavatnssýslum er einnig mikil hrossarækt enda eru þar víðáttumikil og grösug beitarlönd. Því er engin tilviljun að hvergi er betra úrval af hestaferðum um heillandi reiðleiðir en á Norðurlandi. 

 

Við Mývatn eru í boði hestaferðir í óviðjafnanlegri náttúru sem hafa verið mjög vinsælar hjá erlendum gestum. Að fara á hestbak er frábær afþreying og þú upplifir náttúruna og menninguna mjög sterkt. Ótal ferðir, bæði styttri og lengri, eru í boði fyrir vana og óvana. Enginn ætti að ferðast um Ísland án þess að njóta gæða íslenska hestsins í hans náttúrulega umhverfi.

Flúðasiglingar

Fyrir þá sem vilja mikla spennu er tilvalið að fara í flúðarsiglingu niður Jökulsá vestari eða Jökulsá austari. Þessar ferðir njóta mikilla vinsælda og æ fleiri hafa reynt þessar ævintýralegu ferðir enda gljúfrin sem siglt er um einstök náttúruundur. 
Flúðasigling er vinsæl og fjörmikil afþreying fyrir alla fjölskylduna. Fyrir yngstu og elstu meðlimina hentar að fara á Blöndu en það er tilvalin skemmtun fyrir fjölskyldur með ung börn. Landslagið meðfram ánni er fallegt, vatnshraðinn lítill svo nýtt sjónarhorn á náttúruna nýtur sín vel. Þeir sem eru 12 ára og eldri geta farið á Vestrari Jökulsá og sú Austari er fyrir þá sem eru 18 ára og eldri, búa yfir svolítilli reynslu og langar að reyna meira á sig. 
Þegar siglt er niður árnar blasir hvarvetna á leiðinni við stórbrotin náttúra og merkir staðir. Frábær blanda af spennu og skagfirskri náttúrufegurð. 
Reyndir íslenskir og erlendir leiðsögumenn eru í flúðasilgingunum og fyllsta öryggis er gætt.

Söfn

Norðurland er þekkt fyrir merkilega sögu og ferðaþjónustan þar er menningartengd. Möguleikar á að skoða fornar slóðir merkra Íslendinga eru margir og anda þeirra má finna svífa yfir viðkomandi stöðum. 
Á Norðurlandi eru fjölmörg söfn og fræðasetur sem mörg hver hafa vakið verðskuldaða athygli bæði innanlands og erlendis. Sem dæmi má nefna söfn eins og Textílsafnið á Blönduósi, Síldarminjasafnið á Siglufirði, Byggðasafnið Hvoll á Dalvík, Hvalasafnið á Húsavík, Vesturfarasetrið á Hofsósi, Nonnahús á Akureyri auk fjölda byggðasafna og listasafna. Öll eru söfnin óþrjótandi uppspretta fróðleiks, fegurðar og skemmtunar. 

Sjón er sögu ríkari. 
Komdu, sjáðu, skoðaðu og umfram allt njóttu alls þess besta sem Norðurland hefur upp á að bjóða!

Menning

Norðurland er þekkt fyrir merkilega sögu og ferðaþjónustan þar er menningartengd. Möguleikar á að skoða fornar slóðir merkra Íslendinga eru margir og anda þeirra má finna svífa yfir viðkomandi stöðum. 
Á Norðurlandi eru fjölmörg söfn og fræðasetur sem mörg hver hafa vakið verðskuldaða athygli bæði innanlands og erlendis. Sem dæmi má nefna söfn eins og Textílsafnið á Blönduósi, Síldarminjasafnið á Siglufirði, Byggðasafnið Hvoll á Dalvík, Hvalasafnið á Húsavík,Vesturfarasetrið á Hofsósi, Nonnahús á Akureyri auk fjölda byggðasafna og listasafna. Öll eru söfnin óþrjótandi uppspretta fróðleiks, fegurðar og skemmtunar. 

Sjón er sögu ríkari. 
Komdu, sjáðu, skoðaðu og umfram allt njóttu alls þess besta sem Norðurland hefur upp á að bjóða!

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri