Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Norðurstrandarleið

Þegar ferðast er um Norðurstrandarleið, er farið úr alfaraleið og þannig má kynnast minna þekktum stöðum Norðurlands – til verða ný ævintýri á hinni 900 kílómetra löngu leið ekki fjarri Norðurheimskautsbaugnum.

Á leiðinni eru sex skagar og nes, gullfallegar sandfjörur og ægilegir klettar, jökulsárgljúfur, mikilfenglegir firðir og fjallstindar sem teygja sig hátt til himins. Jafnvel er hægt að fara út í eyjarnar og yfir heimskautsbauginn sjálfan. Hver lítill bær, hvert lítið þorp, hefur sína sögu að segja um það hvernig lífið hefur verið – og er – svo nálægt norðurheimskautsbaugnum.

Farfuglarnir koma á vorin og syngja inn sumarið. Á Norðurstrandarleið eru sumir af bestu fuglaskoðunarstöðum landsins og með því að fara í siglingu getur þú átt ógleymanlegar stundir með hvölum og selum.

Þröngir vegir, oft malarvegir, hlykkjast eftir strandlengjunni þar sem hafið nær svo langt sem auga eygir. Á sömu stöðum er jafnvel hægt að finna vegi sem leiða mann upp á fjöllin blá. Ferðalangar munu finna fyrir krafti hafsins og áhrifum þess á síbreytilegt veðrið. Í roki og rigningu getur verið huggulegt að koma sér fyrir á kaffihúsi með heitan bolla, en þegar sólin skín verður berfættur göngutúr um sandfjörur jafnvel enn betri hugmynd.

Það er mögulegt að keyra alla leiðina í einum rykk – en það er engin þörf fyrir slíkt. Ferðalangar sem fara Norðurstrandarleið eru hvattir til þess að fara hægt yfir, sökkva sér í söguna, menninguna og þá afþreyingu sem er í boði hverju sinni. Norðurstrandarleið lítur heldur ekki alltaf eins út, því upplifunin getur verið ótrúlega breytileg eins og árstíðirnar.

-21 sjávarþorp eða bæir frá Hvammstanga til Bakkafjarðar
-nyrsti punktur Íslands og eini staðurinn á landinu þar sem hægt er að fara yfir Norðurheimskautsbaug
-frábærir staðir til að sjá miðnætursól og norðurljós
-ferjur til 6 eyja
-hvala-, sela- og fuglaskoðun á heimsmælikvarða
-tilkomumiklar gönguleiðir um fjöll og alls kyns afþreying í útivist
-18 sundlaugar eða náttúrulaugar
-ýmsir viðburðir

Til þess að fá frekari upplýsingar er hægt að heimsækja ferðasíðu Norðurstrandarleiðar www.nordurstrandarleid.is

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Eyjafjarðarsveit Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri