Fara í efni

Samgöngur innan svæðis

Bílaleigur

Fjöldinn allur er af bílaleigum um allt land. Sumar eru hluti af alþjóðlegum keðjum, aðrar í einkaeigu. Það getur verið mismikill verð- og gæðamunur á milli bílaleiga og því æskilegt að skoða vel alla valmöguleika.

Innanlandsflug

Á Íslandi eru nokkur flugfélög sem sinna bæði alþjóðlegu flugi og innanlands. Hægt er að bóka flug á heimasíðum þeirra eða í gegnum síma. 

Ferjur

Nokkrar ferjur ganga milli lands og þeirra eyja sem eru við Ísland. Einnig hefur alþjóðlega ferjan Norræna viðdvöl á Íslandi, en hún leggur að á Seyðisfirði.

Hjólaleigur

Hjólreiðar eru ódýr, heilnæmur og ekki síst umhverfisvænn ferðamáti. Víða um land er hægt að leigja hjól til lengri eða skemmri tíma.

Beint flug til Norðurlands

-Eitt stærsta flugfélag Evrópu, easyJet, mun fljúga beint frá Gatwick í London til Akureyrar næsta vetur í áætlunarflugi. Flugfélagið hefur opnað fyrir bókanir, en fyrsta flugferðin verður 31. október. Flogið verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum, út mars 2024. www.easyjet.co.uk 

-Svissneska flugfélagið Edelweiss býður beint flug til Akureyrar frá Zurich, yfir sjö vikna tímabil sumarið 2023 eða frá 7. júlí til 18. ágúst. Sjá: www.flyedelweiss.com/en. Til þess bóka flug sem byrjar á Íslandi þá þarf að bóka í gegnum Swiss https://www.swiss.com/xx/en/homepage.

-Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel flýgur með farþega bæði á veturna og sumrin og það er flugfélagið Transavia sem sér um þær ferðir. Íslendingar geta keypt ferðir til Hollands hjá ferðaskrifstofunni Verdi. Sjá: www.verditravel.is 

-Á tímabilinu 15. október til 30. nóvember 2023, mun Icelandair bjóða upp á flug á milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar í tengslum við millilandaflug sitt. Á tímabilinu verður flogið þrisvar sinnum í viku frá Akureyri til Keflavíkur, á mánudögum, fimmtudögum og laugardögum klukkan 5:50 að morgni og þrisvar sinnum í viku frá Keflavík til Akureyrar á miðvikudögum klukkan 21:20 og föstudögum og sunnudögum klukkan 17:15. www.icelandair.is