Fjöldinn allur er af bílaleigum um allt land. Sumar eru hluti af alþjóðlegum keðjum, aðrar í einkaeigu. Það getur verið mismikill verð- og gæðamunur á milli bílaleiga og því æskilegt að skoða vel alla valmöguleika.
Samgöngur innan svæðis

Á Íslandi eru nokkur flugfélög sem sinna bæði alþjóðlegu flugi og innanlands. Hægt er að bóka flug á heimasíðum þeirra eða í gegnum síma.

Nokkrar ferjur ganga milli lands og þeirra eyja sem eru við Ísland. Einnig hefur alþjóðlega ferjan Norræna viðdvöl á Íslandi, en hún leggur að á Seyðisfirði.

Hjólreiðar eru ódýr, heilnæmur og ekki síst umhverfisvænn ferðamáti. Víða um land er hægt að leigja hjól til lengri eða skemmri tíma.
Svissneska flugfélagið Edelweiss býður beint flug til Akureyrar frá Zurich, yfir sjö vikna tímabil sumarið 2023 eða frá 7. júlí til 18. ágúst. Sjá: www.flyedelweiss.com/en
Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel flýgur með farþega bæði á veturna og sumrin og það er flugfélagið Transavia sem sér um þær ferðir. Íslendingar geta keypt ferðir til Hollands hjá ferðaskrifstofunni Verdi. Sjá: www.verditravel.is