Fara í efni

Beint flug til Norðurlands

NiceAir
Niceair er splunkunýtt flugfélag sem hefur sig til flugs frá Akureyri og flýgur beint til Kaupmannahafnar, London og Tenerife fyrst um sinn. Flogið verður tvisvar í viku til Kaupmannahafnar, tvisvar í viku til London og einu sinni í viku til Tenerife. Nýju flugleiðirnar koma til með að opna margvíslega möguleika bæði fyrir íbúa Norður- og Austurlands og erlenda ferðamenn – en ekki síður fela þær í sér fjölmörg tækifæri fyrir ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Beint flug til Akureyrar gerir ferðaþjónustufyrirtækjum hins vegar kleift að bjóða viðskiptavinum sínum nýja þjónustu, til að mynda styttri og ódýrari pakkaferðir um Norður- og Austurland, ferðir sem leggja áherslu á sérstöðu náttúru og menningar á svæðinu og ferðir með áherslu á minna troðnar slóðir og íslenskar náttúruperlur sem heimurinn á enn eftir að uppgötva. 
Akureyri - Icelandair
Icelandair flýgur milli Reykjavíkur og Akureyrar frá Reykjavíkurflugvelli. Flugtíminn er aðeins 45 mínútur. Kjarnaskógur. Hlíðarfjall. Listagilið. Hof. Eyrin. Þelamörk. Sveitin. Þetta eru ekki bara samhengislaus orð, heldur dæmi um allt það góða sem Akureyri hefur upp á að bjóða.