Fara í efni

Beint flug til Norðurlands

-Eitt stærsta flugfélag Evrópu, easyJet, mun fljúga beint frá Gatwick í London til Akureyrar næsta vetur í áætlunarflugi. Flugfélagið hefur opnað fyrir bókanir, en fyrsta flugferðin verður 31. október. Flogið verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum, út mars 2024. www.easyjet.co.uk 

-Svissneska flugfélagið Edelweiss býður beint flug til Akureyrar frá Zurich, yfir sjö vikna tímabil sumarið 2023 eða frá 7. júlí til 18. ágúst. Sjá: www.flyedelweiss.com/en. Til þess bóka flug sem byrjar á Íslandi þá þarf að bóka í gegnum Swiss https://www.swiss.com/xx/en/homepage.

-Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel flýgur með farþega bæði á veturna og sumrin og það er flugfélagið Transavia sem sér um þær ferðir. Íslendingar geta keypt ferðir til Hollands hjá ferðaskrifstofunni Verdi. Sjá: www.verditravel.is 

-Á tímabilinu 15. október til 30. nóvember 2023, mun Icelandair bjóða upp á flug á milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar í tengslum við millilandaflug sitt. Á tímabilinu verður flogið þrisvar sinnum í viku frá Akureyri til Keflavíkur, á mánudögum, fimmtudögum og laugardögum klukkan 5:50 að morgni og þrisvar sinnum í viku frá Keflavík til Akureyrar á miðvikudögum klukkan 21:20 og föstudögum og sunnudögum klukkan 17:15. www.icelandair.is 

easyJet
Eitt stærsta flugfélag Evrópu, easyJet, mun fljúga beint frá Gatwick í London til Akureyrar næsta vetur í áætlunarflugi. Flugfélagið hefur opnað fyrir bókanir, en fyrsta flugferðin verður 31. október. Flogið verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum, út mars 2024.
Edelweiss Air
Svissneska flugfélagið Edelweiss býður beint flug til Akureyrar frá Zurich, yfir sjö vikna tímabil sumarið 2023 eða frá 7. júlí til 18. ágúst.
Akureyri - Icelandair
Icelandair flýgur reglulega á milli Reykjavíkur og Akureyrar frá Reykjavíkurflugvelli. Flugtíminn er aðeins 45 mínútur og því er innanlandsflug tilvalið fyrir þau sem vilja skjótast norður og skoða allt það góða sem Akureyri hefur upp á að bjóða. Kjarnaskógur, Hlíðarfjall, Listagilið, Hof, Eyrin, Þelamörk og Sveitin eru allt dæmi um hrífandi staði svæðisins.  Frá 15. október til 30. nóvember verður boðið upp á beint flug, þrisvar sinnum í viku, á milli Akureyrar og Keflavíkur til að tengja við millilandaflug Icelandair um Keflavíkurflugvöll, en tímasetningarnar henta vel fyrir flug til Evrópu. Nánari upplýsingar um beint flug á milli Akureyrar og Keflavíkur má finna hér.  Frá Reykjavíkurflugvelli er einnig boðið upp á flug til Ísafjarðar, Egilsstaða, og yfir Verslunarmannahelgina er hægt að fljúga til Vestmannaeyja. 

Aðrir (13)

Air Canada Online booking -
Lufthansa Online booking 101 Reykjavík -
SAS Online booking 101 Reykjavík -
Delta Online booking 101 Reykjavík -
Play Online booking 101 Reykjavík -
Icelandair ehf. Reykjavík Airport 101 Reykjavík 505-0100
British Airways Online booking 101 Reykjavík -
AustrianAustrian Online booking 101 Reykjavík -
Neos Online booking 101 Reykjavík -
airBaltic Online booking 101 Reykjavík -
Norwegian Oneline booking 101 Reykjavík -
Wizz Air Online booking 101 Reykjavík -
Vueling Oneline booking 101 Reykjavík -