Beint flug til Norðurlands
Fjögur flugfélög bjóða millilandaflug til og frá Akureyrarflugvelli.
Niceair flýgur til Kaupmannahafnar og Tenerife, og vorið 2023 bætast Alicante og Dusseldorf við leiðarkerfi félagsins. Sjá: www.niceair.is
Í maí 2023 mun þýska flugfélagið Condor hefja beint flug vikulega til Akureyrar frá Frankfurt. Félagið býður einnig vikulegt flug til Egilsstaða. Sjá: www.condor.com
Svissneska flugfélagið Edelweiss býður beint flug til Akureyrar frá Zurich, yfir sjö vikna tímabil sumarið 2023 eða frá 7. júlí til 18. ágúst. Sjá: www.flyedelweiss.com/en
Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel flýgur með farþega bæði á veturna og sumrin og það er flugfélagið Transavia sem sér um þær ferðir. Íslendingar geta keypt ferðir til Hollands hjá ferðaskrifstofunni Verdi. Sjá: www.verditravel.is