Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Askja og Drekagil

17. júlí kl. 07:00-22:00

Upplýsingar um verð

9.300 -19.100 kr. (aldurstengt)

Brottför frá Akureyri kl. 07:00.

Við gerum stutt þægindastopp í Mývatnssveit áður en haldið er inn á hálendið. Fyrsti viðkomustaður er Herðubreiðarlindir og þar er gefinn tími til að skoða þennan fallega stað sem bæði Fjalla-Eyvindur og Fjalla-Bensi höfðu dálæti á. 

Næsti viðkomustaður er Askja en frá bílastæðinu í Vikraborgum að Öskuvatni og Víti er um 35 mínútna gangur. Svæðið býr yfir áhugaverðri sögu og stórfenglegri náttúrufegurð sem vitnar um miklar náttúruhamfarir.

Eftir gönguna verður ekið að Drekagili og áð þar. Eftir að hafa snætt nesti og hvílt um stund er gengið að gilinu og það skoðað.

Aðstöðugjald í Herðubreiðarlindum og Dreka er innifalið í verðinu.

Því næst er ekið um Krepputungu í Möðrudal á Fjöllum og stoppað þar í um það bil eina klukkustund. Þar er hægt að kaupa veitingar og skoða sig um á staðnum.

Að lokum verður ekið sem leið liggur til Akureyrar en áætlaður komutími þangað er um kl. 22:00.

GPS punktar

N65° 41' 0.301" W18° 5' 8.062"

Sími