Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Endimörk alheimsins: Náttúra og líf við ysta haf

9.-13. ágúst

Upplýsingar um verð

96000 kr

Dagana 9.-13. ágúst býður Myndlistaskólinn í Reykjavík upp á áhugavert námskeið á Melrakkasléttu í einu af nyrstu byggðarlögum landsins, rétt sunnan við Heimskautsbaug. Námskeiðið hentar fólki á öllum aldri en markmiðið er að kynna myndlistina sem verkfæri til rannsóknar og skoðunar.

Viðfangsefnið verður hin harðbýla en töfrandi náttúra svæðisins. Þátttakendur fá einnig innsýn í menningu, sögu og samfélag sem enn blómstrar á þessu hrjóstruga en hlunnindaríka svæði. Sjónum verður jöfnum höndum beint að gróðri jarðar, fjörunni og hinum fjölmörgu, ísöltu lónum sem einkenna svæðið. Fuglalífi, smádýrum og plöntum verður gefinn gaumur og fylgst með því hvernig fiskurinn hegðar sér á ólíkum tímum sólarhringsins. Þeir sem hafa áhuga á veiðiskap munu því ennfremur finna ýmislegt við sitt hæfi.

Námskeiðið hefst að morgni mánudagsins 9. ágúst og því lýkur með veislu að kvöldi föstudagsins 13. ágúst. Innifalið í fullu verði er hádegis- og kvöldverður í fimm daga. 

Námskeiðið er haldið í samvinnu við Rannsóknastöðina Rif og Heimsenda, menningarfélag Óskarsbragga á Raufarhöfn með tilstyrk frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra

Heimamenn á Raufarhöfn og Melrakkasléttu fá 10% afslátt af námskeiðsverðinu.

Áhugasamir eru einnig hvattir til að kynna sér styrki stéttarfélaga.

Staðsetning

Óskarsbraggi, 675 Raufarhöfn

Sími