Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

HönnunarÞing

4.- 5. október

Upplýsingar um verð

Frítt

HönnunarÞing 2024 er yfirskrift hönnunarhátíðar sem haldin verður á Húsavík 4.-5. október n.k. Hátíðin sem er nú haldin í annað sinn er að þessu sinni með sérstaka áherslu á tónlist og hina fjölmörgu snertifleti hennar við hönnun.

Á hátíðinni verða fjölbreyttir viðburðir, sýningar, tónlistaratriði, fræðsla, barnadagskrá og aðrar uppákomur sem ættu að henta öllum þeim sem áhuga hafa á hönnun, skapandi greinum eða tónlist. Hingað koma innlendir og erlendir hönnuðir og tónlistarfólk sem verður með fræðsluerindi, tónlistaratriði og kynningar auk þess sem nemendur Listaháskóla Íslands munu dvelja í Hraðinu í eina viku og vinna að verkefnum sem tengjast hátíðinni.

Taktu frá dagana, það verður skemmtilegt og fræðandi!

DAGSKRÁ:

Föstudagur 4. okt.

14:00 - Hönnun og tónlist í tölvuleiknum Eve Online - CCP
Bergur Finnbogason, listrænn stjórnandi tölvuleiksins Eve Online ræðir um hönnun og tónlist í tölvuleikjagerð.

15:00 - Texta-, hljóð- og söguheimur Skálmaldar
Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari og textasmiður, fjallar um sagnaheim Skálmaldar, tilurð hans, verkin sjálf og hvernig fleira en sjálf hljómsveitin, tónlistin og textarnir hafa tekið þátt í að móta þetta allt saman.

16:15 - Tónar og tal um hönnun og tónlistarsköpun
Halldór Eldjárn tónlistarmaður og forritari ræðir um hönnun í tónlist.

17:30 - Formleg opnun Design Thing
Stefán Pétur Sólveigarson vöruhönnuður og verkefnastjóri Hraðsins opnar viðburðinn með stuttri tölu.

18:30 - Tónlistin ruggar bátnum
Kira Kira, Sammi Jagúar, DJ Ingi Garðar og fl. verða með tónlistarviðburð í höfninni.

21:00 - Hönnunar og tónlistar Pub Quiz

22:30 - Secret Silent Disco

Laugardagur 5. okt

10:00-12:00 - Hönnunarþing barna - DJ Flugvél og Geimskip
Hljóðsköpunarverkstæði fyrir krakka á aldrinum 8-12 ára.

10:00 - Rafnar bátahönnun
Páll Einarsson, listrænn stjórnandi hjá Rafnar bátahönnun ræðir um bátahönnun og hljóðverk.

11:00-16:00 - Hljóðpípuverk

11:00 - Goddur - Myndmál í þungarokki
Guðmundur Oddur Magnússon prófessor í grafískri hönnun og listamaður flytjur erindi um myndmál í þungarokki.

13:00 - Bang og Olufsen - Tuula Rytilä
Stjórnarmanneskja í hinu þekkta alþjóðlega fyrirtæki í hönnun og hljóðbúnaði, Bang & Olufsen, flytur meginerindi hátíðarinnar.

14:00 - ONANOFF - Buddyphones
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið ONANOFF talar um hönnun á heyrnar-tólum og kynnir nýja hönnun sem kemur á markað á næstu misserum.

15:00 - Genki Instruments
Nýsköpunarfyrirtækið Genki sviptir hulunni af nýrri vöru sem er innblásin af íslenskri náttúru.

16:00 - Að berjast við drekann
Bibbi, Steinunn, Flexi og Goddur ræða um hönnun og tónlist í víðu samhengi.

17:20 - DJ Flugvél og geimskip
DJ flugvél og geimskip er tónlistar- og ævintýraverkefni Steinunnar Eldflaugar Harðardóttur þar sem hún blandar saman hressandi danstónlist, sögum um geiminn, ljósadýrð, leikhúsi og rugli.

21:00 - Una Torfadóttir í GeoSea
Hátíðinni lýkur með gæðastund í Sjóböðunum með Unu Torfa.

Staðsetning

Húsavík

Sími