Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Hríseyjarhátíð 2022

8.-10. júlí

Hríseyjarhátíðin fer fram í júlí ár hvert og stendur yfir heila helgi. Boðið er upp á fjölskylduvæna dagskrá sem felst m.a. í óvissuferðum um eyjuna, fjöruferð, kvöldvöku, varðeld og söng.

Í Hrísey er öll almenn þjónusta til staðar s.s verslun, veitingahús, sundlaug, tjaldsvæði og gisting. Til Hríseyjar gengur ferjan Sævar og er boðið upp á allt að níu ferðir á dag. Siglingin tekur aðeins 15 mínútur frá Árskógssandi, sem er um 35 kílómetra frá Akureyri. Nánari upplýsingar um Hrísey, ferjuáætlun og þjónustu má nálgast á og á www.hrisey.is.

Aðgangur á hátíðina er ókeypis.

Fyrsta hátíðin var haldin árið 1997 og hefur hún verið árlegur viðburður síðan. Það er Ferðamálafélag Hríseyjar sem stendur að hátíðinni.

 

GPS punktar

N65° 59' 43.298" W18° 23' 1.467"

Staðsetning

Hrísey

Sími