Fara í efni

Jökulsárgljúfur og Húsavík

28. ágúst kl. 08:00-21:00

Upplýsingar um verð

7.650 - 15.300 kr. (aldurstengt)

Lagt af stað frá Akureyri kl. 08:00 og haldið austur að Dettifossi en á leiðinni er stutt þægindastopp í Mývatnssveit. Góður tími til að skoða tvo mikilfenglega fossa, Dettifoss og Selfoss og nánasta umhverfi þeirra. Því næst er útsýnisstopp við Hafragilsfoss áður en haldið er í Hólmatungur en þar hefst um 10 km ganga um undraheima Jökulsárgljúfurs að Hljóðaklettum. Þeir sem kjósa styttri göngu skoða sig um í Hólmatungum og fara svo með rútunni í Hljóðakletta en þar er hægt að velja um nokkar mismunandi gönguleiðir.

Frá Hljóðaklettum er ekið sem leið liggur um Kelduhverfi og Tjörnes til Húsavíkur en þar verður stoppað í tvær klukkustundir. Á Húsavík hafa þátttakendur frjálsan tíma en þeir geta t.d. farið í Sjóböðin eða skoðað sig um í bænum en þar eru margir spennandi veitingastaðir. Áætluð koma til Akureyrar er um kl. 21:00. 

GPS punktar

N65° 41' 0.174" W18° 5' 8.062"

Sími