Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Jólamarkaður í Skjólbrekku

4. desember kl. 12:00-16:00
Hinn árlegi og ómissandi jólamarkaður sem enginn vill missa af verður haldinn 4. desember frá kl. 12-16 í Skjólbrekku í Mývatnssveit.
Fjölbreyttir og frábærir framleiðendur munu sýna og selja vörur sínar og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Handverk, matvara, jólavara og fleira og fleira - Veljum íslenskt í jólapakkann í ár!
Söluaðilar:
-Litla sveitabúðin Hellu - Steinunn Ósk og Birgir
-Ullarvinnslan Gilhagi - Brynjar Þór og Guðrún Lilja
-Handverk og sultur - Sólveig Pétursdóttir
-Handgerð bretti - Benedikt Þór Guðmundsson
-Kollubrauð - Kolbrún Ívarsdóttir
-Blúndur og blóm - Kristín S. Bjarnadóttir
-Tálgaðir fuglar - Brynjar Halldórsson
-Handverk og matvara - Hrönn Björnsdóttir
-Mórúnir - Guðríður Baldvinsdóttir
-Hjartalag - Hulda Ólafsdóttir
-Gummi Design - Guðmundur Heiðar Stefánss.
-HM Handverk - Hildur Marinósdóttir
-SHS Handverk - Steinunn Sigvaldadóttir
-Kjöt, kartöflur og rófur - Helgi Bragason
-Skútaís - Auður Filippusdóttir
-Handmálað postulín - Anna Gréta Baldursdóttir
 
Þennan sama dag verður opnunarhátíð jólasveinanna í Dimmuborgum frá kl 11:00 - 13:00. Miðasala á tix.is.
 
Uppskrift að góðum degi í aðventunni: Skreppa á markað í Skjólbrekku, skoða fallega náttúru og heilsa upp á jólasveinana í leiðinni! </div>
							</div>
			<div class=

GPS punktar

N65° 33' 55.148" W17° 1' 36.784"

Staðsetning

Skjólbrekka

Sími