Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Brekkukot "sælureitur í sveit"

Brekkukot ,,sælureitur í sveit,, einbýlishús um 130fm. Er í fallegri sveit þar sem fuglarnir syngja og kindur og kýr vappa um tún og móa. Staðsett við þjóðveg 1, með stórkostlegu útsýni yfir Skagafjörð.

65°32'35,313"N

19°17'37,019"W

Gestgjafi er Auður Herdís Sigurðardóttir sem leggur áherslu á að veita persónulega og góða þjónustu.

Brekkukot er heimili mitt sem ég leigi út í heild sinni að lámarki 2 nætur í senn.

Boðið er uppá uppbúin rúm í 3 svefnherbergjum fyrir 6 gesti. Auk þess er hægt að búa um gesti á svefnsófum og/eða 4 dýnum í opnu rými.

Grunnur að morgunmat er innifalinn fyrsta daginn.

Auk þess eru handklæði og sápur innifalin, lokaþrif á húsinu og afnot af öllum búnaði hússins.

Kvöldverð er hægt að panta með fyrirvara.

Í húsinu er allt til alls sem á þarf að halda til að njóta og eiga notalegt frí.

Eitt salerni er í húsinu með sturtu. Í þvottahúsinu er sturta, þvottavél, þurrkari og salerni.

Í eldhúsinu er fallegur borðbúnaður ásamt öllum nútíma þægindum sem þarf að nota.

Þráðlaust net er í húsinu. Auk þess SMART TV, blu-ray spilari og kamína í stofunni.

Stórt gasgrill er við húsið.

Brekkukot er frábær staður fyrir fjölskyldur og minni hópa sem vilja vera útaf fyrir sig í rólegu og fallegu umhvergi. Góður staður til að hvílast og slaka á. Þægilegar gönguleiðir í nágrenninu.

Reykingar eru bannaðar og gæludýr eru ekki leyfð.

Stutt er í aðra þjónustu og fjölbreytta afþreyingu hér í Skagafirði.

Varmahlíð er u.þ.b. 10 km. frá Brekkukoti. Þar er verslun, bensínstöð, veitingastaður, sundlaug, upplýsingamiðstöð ferðamanna, handverksmarkaður og fleira.

Brekkukot "sælureitur í sveit"

Brekkukot

GPS punktar N65° 32' 35.417" W19° 17' 36.707"
Sími

699-6102

Gisting 3 Herbergi / 10 Rúm
Opnunartími Allt árið
Þjónusta Opið allt árið Hestaferðir Reykingar bannaðar Athyglisverður staður Gönguleið Apótek Heimilisveitingar Bensínstöð Kaffihús Upplýsingamiðstöð Sundlaug Aðgangur að interneti Skíðalyfta, togbraut Heitur pottur Íþróttavöllur Golfvöllur Kjörbúð Skotsvæði Gúmíbátaferðir Vélsleðar til leigu Handverk til sölu Hraðbanki Fyrsta hjálp Bátsferðir Gufubað Tekið við greiðslukortum
Flokkar Heimagisting

Brekkukot "sælureitur í sveit" - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Íslenskar hestasýningar
Ferðaskipuleggjendur
 • Varmilækur
 • 560 Varmahlíð
 • 453-8021, 898-7756
Réttarholtsbúið ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Blönduhlíð
 • 560 Varmahlíð
 • 453-8201, 891-9161
Ferðaþjónustan Steinsstöðum
Gistiheimili
 • Lambeyri Steinstaðabyggð
 • 560 Varmahlíð
 • 899-8762, 453-8812
Ferðaþjónustan Himnasvalir ehf.
Gistiheimili
 • Egilsá
 • 560 Varmahlíð
 • 453-8219, 892-1852
Á Sturlungaslóð
Sýningar
 • Frostastöðum
 • 560 Varmahlíð
 • 455 6161
Bændagistingin Hofsstöðum
Bændagisting
 • Hofsstaðir
 • 551 Sauðárkrókur
 • 453-6555, 898-6665, 849-6655
Saurbær
Bændagisting
 • Saurbær v / Vindheimamela
 • 560 Varmahlíð
 • 453-8012, 849-5654, 864-5337
Saga og menning
9.17 km
Víðimýrarkirkja

Víðimýrarkirkja er ein af örfáum varðveittum torfkirkjum landsins. Í upphafi 20. aldar var tvísýnt um afdrif hennar, en síðar áttuðu menn sig á því að hér var um ómetanleg menningarverðmæti að ræða. Þjóðminjasafn Íslands hefur staðið fyrir viðgerðum á kirkjunni. Kirkjan var reist árið 1834, hún er með torfveggjum til hliðanna og torfþekju en timburstöfnum í bak og fyrir.

Aðrir

Bæjardyrahúsið á Reynistað
Söfn
 • Reynistaður
 • 560 Varmahlíð
 • 453-6173, 455-6161
Á Sturlungaslóð
Sýningar
 • Frostastöðum
 • 560 Varmahlíð
 • 455 6161
Víðimýrarkirkja í Skagafirði
Söfn
 • Víðimýri
 • 560 Varmahlíð
Íslenskar hestasýningar
Ferðaskipuleggjendur
 • Varmilækur
 • 560 Varmahlíð
 • 453-8021, 898-7756

Aðrir

KS Varmahlíð
Veitingahús
 • Varmahlíð
 • 560 Varmahlíð
 • 455-4500
Ferðaþjónustan Steinsstöðum
Gistiheimili
 • Lambeyri Steinstaðabyggð
 • 560 Varmahlíð
 • 899-8762, 453-8812
Olís Varmahlíð
Skyndibiti
 • Varmahlíð
 • 560 Varmahlíð

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri