Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Tjaldsvæðið Grenivík

Tjaldsvæðið á Grenivík var endurnýjað árið 2011 og er þar glænýtt aðstöðuhús með aðgengi fyrir hjólastóla. Aðgengi er að rafmagni og sturtu með rennandi heitu vatni. Einnig er aðstaða til að þrífa leirtau. Frítt er fyrir börn yngri en 16 ára.

Í Íþróttamiðstöðinni á Grenivík er nýleg 16,67 m sundlaug, heitapottur, gufuklefi, rækt, samkomu- og íþróttasalur.

Á Grenivík er sparkvöllur og leikvöllur fyrir börnin. Einnig er að finna veitingastað, matvöruverslun, bensínstöð, heilsugæslu (sími: 4604600) og Sparisjóð, en þar er aðgangur að hraðbanka allan sólarhringinn. Á sumrin er stafrækt Útgerðarminjasafn þar sem fiskisaga Grenivíkur er rakin.

Í nágrenni Grenivíkur er Golfvöllurinn í Hvammi og bifreiðaverkstæðið Birnir (sími: 4633172). Einnig er hægt að leigja sér hesta hjá Pólarhestum. Gamli bærinn Laufás er forn torfbær þar sem prestsetur hefur verið frá kristnitöku. Þá eru ýmsar gönguleiðir í nágrenninu.

Opnunartími
20. maí og eitthvað fram á haust.

ATH: Opnunartími tjaldstæðis fer reyndar eftir tíðarfari. Það er opið út september ef veður leyfir

2712_1___Selected.jpg
Tjaldsvæðið Grenivík

Grenivíkurskóli

GPS punktar N65° 56' 56.450" W18° 10' 20.470"
Opnunartími 20/05 - 15/09
Þjónusta Losun skólptanka Hundar leyfðir Hestaferðir Aðgengi fyrir hjólastóla Almenningssalerni Gönguleið Veitingastaður Sundlaug Veiðileyfi Heitur pottur Íþróttavöllur Sturta Golfvöllur Leikvöllur
Flokkar Tjaldsvæði

Tjaldsvæðið Grenivík - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Golfklúbburinn Hvammur
Golfvellir
 • Gamli skólinn
 • 610 Grenivík
 • 896-9927, 896-9927
Hesta Net ehf.
Hestaafþreying
 • Hléskógar
 • 601 Akureyri
 • 462-4878
Fjörðungar ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Túngata 25
 • 610 Grenivík
 • 463-3236
Náttúra
19.29 km
Fjörður

Á skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa eru mörg há og tignarleg fjöll, Kaldbakur er eitt þeirra. Á milli fjallanna eru iðjagrænir og gróskumiklir dalir, sem voru byggðir á fyrri öldum en eru allir komnir í eyði.

Úti fyrir mynnum dalanna eru víkur fyrir opnu hafi og með undirlendinu sem fylgir þeim kallast þeir í einu lagi Fjörður.
Vegurinn um Fjörður er 27 km langur og einungis fær jeppum á sumrin.

Aðrir

Gamla Prestshúsið
Veitingahús
 • Laufás
 • 601 Akureyri
 • 463-3196
Jónsabúð
Kaffihús
 • Túngata 13
 • 610 Grenivík
 • 463-3236

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri