Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Gistiheimilið Draflastöðum

Sveitarsetrið Draflastöðum.

Þegar ekið er frá Akureyri austur um Víkurskarð er komið ofan í Fnjóskadal. Eftir dalnum rennur Fnjóská, vinsæl veiðiá og jafnframt lengsta dragá landsins. Draflastaðir eru vestan megin þegar komið er yfir víkurskarð og fyrsti afleggjari í norður liggur að bænum. Draflastaðir eru vel staðsettir fyrir skoðunarferðir um Norðurland, Akureyri (25 km), Mývatn (75 km), Húsavík (70 km) og Goðafoss eru í innan við klukkustundar akstursfjarlægð.
Draflastaðir eru við veg 834, 5 km. frá þjóðvegi 1.

Á Draflastöðum er gistiheimili með 10 herbergi, 2 - 4 manna. Í boði er uppábúin rúm eða svefnpokapláss, morgun- og kvöldmatur. Á staðnum er heitur pottur, eldurnaraðstaða og matsalur með einstaklega fallegu útsýni yfir sveitina. Umhverfið er einstaklega friðsælt, fallegt og tilvalið til afslöppunar og útivistar.

Veislusalurinn Hlaðan getur tekið allt að 60 manns og er tilvalinn fyrir veislur, þorrablót og þess háttar.

Sveitasetrið býður fjölbreyttar hugmyndir fyrir hópa sem vilja slaka á, funda eða einfaldlega njóta lífsins í einstöku umhverfi.

Við setjum saman heildarpakka eftir þínum óskum. Pakkarnir geta innihaldið rútuferðir, mat og gistingu.

92f1a680e2f3a573095ef0aa5cbb4104
Gistiheimilið Draflastöðum

Fnjóskadalur

GPS punktar N65° 48' 44.874" W17° 54' 53.522"
Opnunartími Allt árið
Þjónusta Reykingar bannaðar Heimilisveitingar Svefnpokapláss Hótel / gistiheimili Tjaldsvæði Heitur pottur Tekið við greiðslukortum Bar

Gistiheimilið Draflastöðum - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Golfklúbburinn Lundur
Golfvellir
 • Fnjóskadalur
 • 601 Akureyri
FAB Travel / IG Ferðir / IG TOURS
Ferðasali dagsferða
 • Strandgata 49
 • 600 Akureyri
 • 847-6957
Akureyri Walk & Visit
Ferðasali dagsferða
 • Álfabyggð 6
 • 600 Akureyri
 • 623-9595
Borgarbíó
Fjölskyldu- og skemmtigarðar
 • Hólabraut 12
 • 600 Akureyri
 • 462-3500
Ómur Yoga & Gongsetur
Hópefli og hvataferðir
 • Brekkugata 3A
 • 600 Akureyri
 • 862-3700
B&B Sólheimar 9 / natureguide.is
Gistiheimili
 • Sólheimar 9, Svalbarðsströnd
 • 606 Akureyri
 • 662-3762, 663-2650
Saga og menning
20.70 km
Safnasafnið

Safnasafnið annast fjölbreytt menningarstarf sem eitt af þremur mikilvægustu listasöfnum þjóðarinnar; í vörslu þess eru um 4.200 verk, búin til af ýmsu tilefni á 40 ára tímabili, einnig þúsundir gripa sem settir eru upp í sérdeildum og notaðir á sýningum til að skerpa myndhugsun gesta og fá þá til að sjá hlutina í nýju og víðara samhengi.
Safnasafnið er í stöðugri endurskoðun og sjálfsgagnrýni og tekur á sig skarpari mynd með hverju árinu sem líður; sú hugsun er ríkjandi að það eigi að höfða til barnsins í manninum jafnt sem barnanna sjálfra, efla í leik og starfi þau gildi sem ráða við sköpun listar, s.s. hreina sýn, sjálfsprottna framsetningu, móttækileik, undrun, kímni, saklausa frásögn og tjáningu.

Safnasafnið er með 3 grunndeildir og setur upp 12-16 nýjar sýningar á hverju ári til að viðhalda áhuga almennings og kynna þá ríku arfleifð sem það hýsir. Í safninu er sumarkaffihús og lítil verslun, fjölbreytt fræðslubókasafn og 67 m2 Lista- og fræðimannsíbúð sem stendur ferðafólki til boða á sumrin.
Safnasafnið er með öfluga vefsíðu, www.safnasafnid.is, sem gegnir m.a. hlutverki gagnabanka um starfsemi safna almennt, og á tenglinum Vefsýningar er ýmislegt efni kynnt gestum til fróðleiks og skemmtunar. Gestgjafar eru Níels Hafstein og Magnhildur Sigurðardóttir.

Opnunartími: Í júní, júlí og til 15.ágúst er opið frá 10-18. Frá 15.ágúst til 1.júní er opið frá 14-17

Aðrir

Lemon
Veitingahús
 • Ráðhústorg 1
 • 600 Akureyri
 • 462-5552
Axelsbakarí
Kaffihús
 • Hvannavellir 14
 • 600 Akureyri
 • 4614010
Grillstofan
Veitingahús
 • Kaupvangsstræti 23
 • 600 Akureyri
 • 461-3005
Verksmiðjan Restaurant
Veitingahús
 • Glerártorg
 • 600 Akureyri
 • 555-4055
Eyrin Restaurant
Veitingahús
 • Hof
 • 600 Akureyri
 • 460-0660
Lemon
Veitingahús
 • Glerárgata 32
 • 600 Akureyri
 • 462-5552
Sykurverk Café
Kaffihús
 • Brekkugata 3
 • 600 Akureyri
 • 571-7977
Kaffi & list
Kaffihús
 • Kaupvangsstræti 12
 • 600 Akureyri
 • 680-6292
Centrum Kitchen & Bar
Veitingahús
 • Hafnarstræti 102
 • 600 Akureyri
 • 666-6078
Hlöllabátar
Skyndibiti
 • Ráðhústorg
 • 600 Akureyri
 • 462-7200

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri