Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Bændagistingin Hofsstöðum

Bændagistingin á Hofsstöðum er staðsett við veg nr. 76 aðeins 18 km. frá þjóðvegi 1.
Bændagistingin Hofsstöðum býður upp á gistingu í fjórum rúmgóðum tveggja manna herbergjum með baði. Sameiginleg setustofa er með heimilisfólkinu. Morgunverður er í boði og kvöldverð er hægt að panta á Sveitasetrinu, sem er í næsta nágrenni. (500 m). Þar er áhersla lögð á heimagerðan mat úr skagfirsku hráefni.

Útsýni er mikið og fagurt frá Hofsstöðum, sem er miðsvæðis í Skagafirði og því stutt að sækja alla þá þjónustu og afþreyingu sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða. Tilvalinn staður til að dvelja á til skoðunarferða um Skagafjörð og næstu nágrannabyggðir. Næstu þéttbýliskjarnar eru: Sauðárkrókur 18 km, Varmahlíð 24 km, Hofsós 26 km, Hólar 20 km

Afþreying: Gönguleið er niður á bakka Héraðsvatna, þar sem fuglalíf er fjölbreytt. Einnig er hægt að ganga til fjalls og njóta víðsýnis Skagafjarðar. Afþreying í Skagafirði er fjölbreytt og áhugaverð, svo sem söfn, sýningar, sundlaugar, bátasiglingar, golf, skíðasvæði, gönguleiðir o.fl. (www.visitskagafjordur.is )

Gestgjafar: Elínborg Bessadóttir og Vésteinn Vésteinsson.

Opið frá 7. janúar til 20. desember.

Bændagistingin Hofsstöðum

Hofsstaðir

GPS punktar N65° 41' 38.129" W19° 22' 24.102"
Gisting 4 Herbergi / 8 Rúm
Opnunartími 01/04 - 20/09
Þjónusta Gönguleið Heimilisveitingar Fuglaskoðun Hótel / gistiheimili Handverk til sölu Tekið við greiðslukortum

Bændagistingin Hofsstöðum - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Lynghorse
Hestaafþreying
 • Lynghóll
 • 551 Sauðárkrókur
 • 868-7224
Sauðárkrókur - Flugfélagið Ernir
Innanlandsflug
 • Sauðárkróksflugvöllur
 • 550 Sauðárkrókur
 • 562-4200
Golfklúbbur Sauðárkróks
Golfvellir
 • Hlíðarendi
 • 551 Sauðárkrókur
 • 453-5075
Keldudalur
Svefnpokagisting
 • Hegranesi
 • 551 Sauðárkrókur
 • 453-6233
Réttarholtsbúið ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Blönduhlíð
 • 560 Varmahlíð
 • 453-8201, 891-9161
Á Sturlungaslóð
Sýningar
 • Frostastöðum
 • 560 Varmahlíð
 • 455 6161
Saga og menning
20.29 km
Hólar í Hjaltadal

Hólar eru einn sögufrægasti staður Íslands og biskupssetur um aldir, auk þess voru Hólar höfuðstaður Norðurlands í yfir 700 ár. Á Hólum hefur staðið kirkja frá 11. öld en núverandi dómkirkja á Hólum var vígð árið 1763. Hóladómkirkja er elsta steinkirkja á Íslandi. Hólaskóli tók til starfa árið 1882 sem bændaskóli en skólahald á staðnum má rekja allt aftur til upphafs biskupssetursins. Fornleifauppgröftur hefur farið fram á Hólum síðustu ár og hafa yfir 40 þúsund munir fundist og eru nokkrir þeirra til sýnis í gamla skólahúsinu.

Saga og menning
23.99 km
Víðimýrarkirkja

Víðimýrarkirkja er ein af örfáum varðveittum torfkirkjum landsins. Í upphafi 20. aldar var tvísýnt um afdrif hennar, en síðar áttuðu menn sig á því að hér var um ómetanleg menningarverðmæti að ræða. Þjóðminjasafn Íslands hefur staðið fyrir viðgerðum á kirkjunni. Kirkjan var reist árið 1834, hún er með torfveggjum til hliðanna og torfþekju en timburstöfnum í bak og fyrir.

Aðrir

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga
Bóka- og skjalasöfn
 • Safnahúsið við Faxatorg
 • 550 Sauðárkrókur
 • 455-6075
Járnsmiðja Ingimundar Bjarnasonar
Sýningar
 • Suðurgata 5
 • 550 Sauðárkrókur
 • 453-5389, 453-5020
Safnahúsið
Söfn
 • Faxatorg
 • 550 Sauðárkrókur
 • 453-6640
Víðimýrarkirkja í Skagafirði
Söfn
 • Víðimýri
 • 560 Varmahlíð
Hóladómkirkja
Söfn
 • Hólar í Hjaltadal
 • 551 Sauðárkrókur
 • 453-6300
Á Sturlungaslóð
Sýningar
 • Frostastöðum
 • 560 Varmahlíð
 • 455 6161

Aðrir

Gil
Heimagisting
 • 453-6780, 849-6701
N1 - Þjónustustöð
Kaffihús
 • Ártorg 4
 • 550 Sauðárkrókur
 • 455-7070
Olís Varmahlíð
Skyndibiti
 • Varmahlíð
 • 560 Varmahlíð
Sauðárkróksbakarí
Kaffihús
 • Aðalgata 5
 • 550 Sauðárkrókur
 • 455-5000
Bláfell
Verslun
 • Skagfirðingabraut 29
 • 550 Sauðárkrókur
 • 453 6666, 860 2088
KS Varmahlíð
Veitingahús
 • Varmahlíð
 • 560 Varmahlíð
 • 455-4500

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri