Flýtilyklar
North Aurora Guesthouse
Lautavegur 8
North Aurora Guesthouse - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Lautavegur 8
North Aurora Guesthouse - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Goðafoss er foss í Skjálfandafljóti í Bárðadal. Hann er 12 metra hár og 30 metra breiður. Goðafoss er meðal stærstu fossa landsins og er jafnframt talinn einn sá fallegasti. Goðafoss skartar sínu fegursta allan ársins hring.
Goðafoss er einungis spölkorn frá þjóðvegi 1, vel merktur og ætti varla að fara fram hjá nokkrum sem þarna á leið um. Goðafoss á líka merkilegan sess í Íslandssögunni en Þorgeir Ljósvetningagoði kastaði hinum heiðnu goðum í fossinn eftir að hafa ákveðið að Íslendingar skyldu taka upp kristindóm og hafna heiðnum siðum, svona opinberlega að minnsta kosti. Goðafoss er hluti af Demantshringnum sjáðu hann hér www.demantshringurinn.is
Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi.
Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.
Verða líkur á norðurljósum í kvöld?
Veðurstofa íslands gefur út spá um virkni og sýnileika norðurljósa á Íslandi.
Spáin er gerð út frá birtuskilyrðum, virkni í norðurljósabeltinu og skýjahulu. Hægt er að velja nokkra daga fram í tímann og sjá hversu mikil norðurljósavirknin verður en skýjahulan skiptir mestu máli. Sé spáð léttskýjuðu kvöldi er athugað hvort líkur eru á norðurljósavirkni það kvöld. Á vefsíðunni er einnig textaspá veðurfræðings um hvar er líklegast að sjáist til norðurljósa á landinu.
Kynntu þér Norðurljósa Spánna á Vedur.is
Vegagerðin hefur á undanförnum árum komið upp greinargóðu upplýsinganeti um landið allt svo hægt er að fylgjast með færð og ástandi vega með mun nákvæmari hætti en áður og koma slíkri vitneskju til fólks. Vegagerðin fylgist einnig með ástandi vega á hálendinu og birtir reglulega upplýsingar um það en þær má nálgast hjá Upplýsingaþjónustu Vegagerðarinnar (sími 1777) og hjá upplýsingamiðstöðvum fyrir ferðamenn víða um land.
Sérstaklega skal bent á vef Vegagerðarinnar en þar má finna ýmsar upplýsingar; yfirlitskort og skýringar sem gagnlegar eru áður en lagt er af stað í ferðalag. Ferðaupplýsingar Vegagerðarinnar á vefnum lúta fyrst og fremst að færð vega og veðri. Upplýsingar um færð eru uppfærðar að morgni og síðan eftir ástæðum fram til kvölds. Veðurupplýsingar eru í flestum tilfellum uppfærðar 1-2 sinnum á klukkustund allan sólarhringinn
Frekari upplýsingar vegagerdin.is
Safe travel er með það að markmiði að bæta öryggi ferðamanna á ferð um landið.
Snjallsímaforritið 112 ICELAND er afar einfalt i notkun og hefur tvennskonar virkni. Annarsvegar er hægt að kalla á aðstoð ef um slys eða óhapp er að ræða. Hinsvegar að skilja eftir sig „slóð“ en slíkt má nota ef óttast er um afdrif viðkomandi og leit þarf að fara fram.
Á heimasíðunni safetravel.is finnur þú leiðbeiningar um hvernig bera skal sig að á ferðalögum um landið
Vakinn er opinbert gæða- og umhverfisvottunarkerfi sem stýrt er af Ferðamálastofu. Markmiðið með Vakanum er að efla gæði, öryggi og umhverfisvitund í ferðaþjónustu á Íslandi ásamt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja.
Vottun Vakans er gæðastimpill og staðfesting á því að fyrirtækið sinni gæða- og umhverfismálum af fagmennsku og heiðarleika.
Allar upplýsingar og lista yfir vottuð fyrirtæki má finna á vakinn.is