Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Árstíðir

Vor og haust á Norðurlandi

Á vorin fyllist allt af lífi, sauðburður byrjar, ungar sjófuglanna synda um fjörur og lygna firði og inn til landsins leysir snjó og rís þá upp úr sjónbreiðunni tignarleiki hálendisins. Fossar og sprænur þenjast út og vötn og tjarnir lifna við komu sumarfuglanna. Lömb og folöld sjást á túnum bænda og mófuglarnir  fylla úthagana af vorsöng. 

Á haustin verður hin mikla breyting í náttúru- og dýraríkinu, þá hefst hópflug farfuglanna, straumur sauðfjár af fjöllum og hrossastóð rekin til byggða. Haustlitir náttúrunnar eru sérstaklega fallegir á Norðurlandi vegna gróðurfars og landshátta. Oftast eru þá mildar veðurstillur, lygn vötn, tjarnir og firðir. Víða á Norðurlandi er að finna góð berjalönd. 

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri