Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Árskógssandur

Árskógssandur er þéttbýliskjarni sem stendur niður við sjó og tengir saman land og eyju en skipið Sævar siglir milli Árskógssandar og Hríseyjar.

Árskógssandur er í um það bil 10 mínútna akstursfjarlægð frá Dalvík og skamma stund er verið að fara inn á Hauganes.

Á Árskógssandi er fjölþætt þjónusta í boði fyrir íbúa sveitarfélagsins. Nálægð við náttúruna er mikil en það er þroskandi fyrir börn að alast upp við um leið og þau læra að bera virðingu fyrir henni.

Á Árskógsströnd er nóg af afþreyingu í boði, þar er bruggsmiðjan Kaldi, hægt að fara í hvalaskoðun, paint ball og laser tag auk þess sem fyrirtæki á svæðinu bjóða uppá sekemmtilegar dagsferðir um svæðið.

Com_257_1___Selected.jpg
Árskógssandur
GPS punktar N65° 56' 38.373" W18° 21' 12.639"
Póstnúmer

621

Fólksfjöldi

200

Árskógssandur - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Bruggsmiðjan
Sýningar
  • Öldugata 22
  • 621 Dalvík
  • 861-3007
Kristján Eldjárn Hjartarson
Ferðaskipuleggjendur
  • Tjörn
  • 621 Dalvík
  • 466-1855

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri