Blönduós er fjölmennasti þéttbýlisstaðurinn við Húnaflóa og liggur við þjóðveg 1. Í gegnum bæinn rennur ein helsta jökulá landsins, Blanda og í henni miðri er eyjan Hrútey, ein af náttúruperlum svæðisins. Eyjan er friðlýst og lokuð allri umferð vegna fuglavarps frá  20.apríl til 20.júní en á öðrum tímum er hægt að ganga um brú yfir í eynna og eru þar gönguleiðir.  Gangan meðfram Blöndu niður að ósnum er sérlega rómantísk með útsýni yfir hafið að Strandafjöllum.

Auk náttúruskoðunar er ýmsa aðra afþreyingu að finna á svæðinu, stórkostlega vel útbúin sundlaug er á Blönduósi þar sem allt er til staðar og himneskt er að njóta kaffibolla í heita pottinum á meðan börnin leika sér í vaðlauginni eða renna sér í brautunum. Í nágrenni við sundlaugina er stærsti ærslabelgur landsins, staðsettur á lóð Blönduskóla en auk hans er að finna þar kastala, sparkvöll og hjólabrettapalla. Mikið er um veiði á og við Blönduós og er í bænum að finna stangaleigu fyrir þá sem hafa áhuga á slíku, einnig er hestaleiga og golfvöllur í nágrenninu.

Heimilisiðnaðarsafnið er einn af helstu seglum svæðisins en þar er að finna hluta af atvinnusögu þjóðarinnar og þar má sjá hvernig sjálfsþurftabúskapur og heimilisiðja mæta nútíma viðskiptabúskap á seinni hluta nítjándu aldar og fram á þá tuttugustu. Í gamla Kvennaskólanum á Blönduósi er síðan að finna Vatnsdælu á refli en þar er einnig  Textílmiðstöð Íslands – Þekkingarsetur á Blönduósi.

Fjölbreyttir gistimöguleikar eru á svæðinu, hótel, gistiheimili, sumarhús með heitum pottum og sauna auk vel búnu tjaldsvæði sem liggur við Blöndu. Veitingar fást á grillstöðum, kaffi- og veitingahúsum.

Á Blönduósi fara fram fjölbreyttir viðburðir eins og Prjónagleði, Smábæjarleikarnir og Húnavaka. 

blonduos.png
Blönduós
GPS punktar N65° 39' 38.055" W20° 17' 1.517"
Póstnúmer

540,541

Fólksfjöldi

1000

Vefsíða www.northwest.is

Áhugaverðir staðir og afþreying

 • Gamli bærinn

  Gamli bærinn

  Saga gamla bæjarins á Blönduósi varðveitist í gömlum húsakosti og svipmóti byggðarinnar. Í gamla bænum má finna gististaði og veitingastað. Tilvalið er að ganga um svæðið og fræðast um sögu húsanna á upplýsingaskiltum sem þar eru að finna og njóta sjávarniðarins þar sem Blanda rennur um ósa sína til sjávar.

 • Hrútey

 • Íþróttamiðstöðin á Blönduósi

 • Leikvöllur við Blönduskóla

  Glæsilegur leikvöllur staðsettur á lóð Blönduskóla, stærsti ærslabelgur landsins, sparkvöllur, körfuboltavöllur, hjólabrettapallar, risakastali og aparóla.

 • Tjaldstæðið í Glaðheimum

  Glaðheimar reka tjaldsvæði í Brautarhvammi þar sem einnig eru til staðar sumarhús, opið er allt árið um kring og stutt er í alla þjónustu.

 • Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi

Blönduós - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Sundlaugin Húnavöllum
Sundlaugar
 • Húnavellir
 • 541 Blönduós
 • 453-5600
Vatnsdæla á refli
Sýningar
 • Árbraut 31
 • 540 Blönduós
 • 898-4290
Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu
Bóka- og skjalasöfn
 • Hnjúkabyggð 30
 • 540 Blönduós
 • 452-4526
Geitaskarð
Bændagisting
 • Langidalur
 • 541 Blönduós
 • 452-4341, 895-6224, 897-4341
Hestar og ferðir
Heimagisting
 • Hvammur 2
 • 541 Blönduós
 • 452-7174, 891-7863
Húnaver
Svefnpokagisting
 • Bólstaðarhlíðarhreppur
 • 541 Blönduós
 • 452-7110
Golfklúbburinn Ós
Golfvellir
 • Vatnahverfi
 • 540 Blönduós
 • 452-4980
Hæli - Hrossarækt og hestaferðir
Hestaafþreying
 • Hæli
 • 541 Blönduós
 • 898-9402
Þingeyrakirkja
Söfn
 • Þingeyrum
 • 541 Blönduós
 • 895-4473
Minjastofa Kvennaskólans
Sýningar
 • Árbraut 31
 • 540 Blönduós
 • 893-4341, 452-4310
Þekkingarsetrið Blönduósi
Sýningar
 • Árbraut 31
 • 540 Blönduós
 • 452-4030

Aðrir

Blönduós HI Hostel
Farfuglaheimili og Hostel
 • Blöndubyggð 10
 • 540 Blönduós
Ljón Norðursins
Sumarhús
 • Blöndubyggð 9
 • 540 Blönduós
 • 464-3455
Hótel Blanda
Hótel
 • Aðalgata 6
 • 540 Blönduós
 • 452-4205, 898-1832
Geitaskarð
Bændagisting
 • Langidalur
 • 541 Blönduós
 • 452-4341, 895-6224, 897-4341
Hestar og ferðir
Heimagisting
 • Hvammur 2
 • 541 Blönduós
 • 452-7174, 891-7863
Húnaver
Svefnpokagisting
 • Bólstaðarhlíðarhreppur
 • 541 Blönduós
 • 452-7110
Gistiheimilið Svínavatn
Heimagisting
 • Svínavatn
 • 541 Blönduós
 • 452-7123, 860-3790
Farfuglaheimilið Blönduósi
Gistiheimili
 • Blöndubyggð 10
 • 540 Blönduós
 • 898-1832
Gistiheimilið Tilraun
Gistiheimili
 • Aðalgata 10
 • 540 Blönduós
 • 583-5077
Stóra-Giljá
Svefnpokagisting
 • Ásar
 • 541 Blönduós
 • 452-4294
Stekkjardalur
Svefnpokagisting
 • Stekkjardalur
 • 541 Blönduós
 • 452-7171, 893-1508
Hótel Húni Húnavellir
Hótel
 • Húnavallaskóli
 • 541 Blönduós
 • 456-4500, 691-2207

Aðrir

Ljón Norðursins
Sumarhús
 • Blöndubyggð 9
 • 540 Blönduós
 • 464-3455
Hótel Blanda
Hótel
 • Aðalgata 6
 • 540 Blönduós
 • 452-4205, 898-1832
N1 - Þjónustustöð
Kaffihús
 • Norðurlandsvegur 3
 • 540 Blönduós
 • 467-1010
Náttúra
Hrútey

Hrútey er skrautfjöður í hatti Blönduósbæjar, umlukin jökulánni Blöndu og skartar fjölbreyttum gróðri. Fuglalíf er auðugt og gæsin á griðland þar ásamt öðrum fuglum. Hrútey er í alfaraleið við þjóðveg nr. 1, góð bifreiðastæði eru við árbakkann og traust göngubrú út í eyjuna. Hrútey er tilvalin sem útivistar- og áningarstaður. Þar eru góðir göngustígar og rjóður með bekkjum og borðum.

Saga og menning
Þingeyrakirkja

Þingeyrar var fyrrum eitt kunnasta stórbýli í Húnaþingi og kirkjustaður. Frá Þingeyrakirkju er ein víðasta og fegursta útsýn í sýslunni. Talið er að enginn bær hafi verið eins stór og vel hýstur sem Þingeyrar enda sátu þar auðmenn og höfðingjar um aldir. Þingeyrarkirkja er byggð úr steini og var vígð árið 1877. Á Þingeyrum var fyrsta munkaklaustur Íslands stofnað árið 1133.

er ein víðasta og fegursta útsýn í sýslunni. Talið er að enginn bær hafi verið eins stór og vel hýstur sem Þingeyrar enda sátu þar auðmenn og höfðingjar um aldir. Þingeyrakirkja er byggð úr steini og var vígð árið 1877. Á Þingeyrum var fyrsta munkaklaustur Íslands stofnað árið 1133.

Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
Sjá lista Sjá kort

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri