Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Borðeyri

Borðeyri stendur við Hrútafjörð. Hún tilheyrði áður Bæjarhreppi en nú nýverið samþykktu íbúar hreppsins að sameinast sveitarfélaginu Húnaþingi vestra.
Borðeyri var forðum mikil verslunarhöfn og var gerð að löggiltum verslunarstað árið 1845. Meðal þekktra stórkaupmanna á Borðeyri má nefna Richard P. Riis en hann stofnaði útibú frá Borðeyrarversluninni bæði á Hólmavík og Hvammstanga og má segja að með því hafi hann lagt grundvöllinn að byggð á þeim stöðum. Undanfarin ár hefur verið unnið að endurbótum á Riis húsi á Borðeyri en það er eitt elsta hús við Húnaflóa.
Á 19. öldinni var Borðeyri ein stærsta útskipunarhöfn við norðanvert landið. Hún var miðstöð stórfellds útflutnings á lifandi sauðfé á seinni hluta aldarinnar en þaðan sigldu líka stórir hópar fólks sem leitaði betra lífs í Vesturheimi. Hvergi á landinu stigu eins margir Vesturfarar á skipsfjöl eins og á Borðeyri.
Borðeyri er í dag eitt allra fámennasta þorp landsins. Þaðan hafa þó eigi að síður komið landsþekktir menn svo sem Sigurður Eggerz, forsætisráðherra, sem og listmálararnir Karl Kvaran og Þorvaldur Skúlason.

Com_292_1___Selected.jpg
Borðeyri
GPS punktar N65° 12' 24.930" W21° 5' 54.326"
Póstnúmer

500

Fólksfjöldi

25

Borðeyri - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Gistihúsið Staðarskáli
Hótel
 • Staðarskáli, Hrútafjörður
 • 500 Staður
 • 451-1190

Aðrir

Gistihús Tangahús Borðeyri
Gistiheimili
 • Borðeyri
 • 500 Staður
 • 849-9852, 849-7891
Tjaldsvæðið á Borðeyri
Tjaldsvæði
 • Borðeyri
 • 500 Staður
 • 849-7891
Gistihúsið Staðarskáli
Hótel
 • Staðarskáli, Hrútafjörður
 • 500 Staður
 • 451-1190
Farfuglaheimilið Sæberg
Farfuglaheimili og Hostel
 • Reykjaskóli, Hrútafjörður
 • 500 Staður
 • 894-5504

Aðrir

Upplýsingaathvarfið Staðarskála
Kaffihús
 • Staðarskáli - Hrútafjörður
 • 500 Staður
 • 451-1150
Gistihúsið Staðarskáli
Hótel
 • Staðarskáli, Hrútafjörður
 • 500 Staður
 • 451-1190

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri