Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Hofsós

Hofsós er lítið kauptún við austanverðan Skagafjörð. Fyrrum aðalverslunarstaður héraðsins og einn af elstu verslunarstöðum landsins sem enn stendur.

Á Hofsósi er gamalt bjálkahús, Pakkhúsið, vörugeymsla frá tímum einokunar. Þá er þar einnig í nýuppgerðu gömlu húsi annað safn sem er vel þess virði að skoða- Vesturfarasetrið sem segir frá flutningi hluta þjóðarinnar til Vesturheims.

Veitingastofan Sólvík býður uppá veitingar í þægilegu umhverfi, tjaldsvæði er við grunnskólann og gistiheimili. Ný og glæsileg sundlaug var tekin í notkun á Hofsósi 27.mars 2010. Nýja sundlaugin og umhverfi hennar er einkar glæsilegt. Lauginni var valinn staður niður á sjávarbakka, sunnarlega í þorpinu, ofan við svonefnda Staðarbjargarvík. Laugin er þannig frágengin að þegar synt er frá suðri til norðurs rennur vatnsflötur laugarinnar saman við hafflötinn neðan hennar með beina stefnu á Drangey.

Á Jónsmessu er haldin Jónsmessuhátíð á Hofsósi

Com_261_1___Selected.jpg
Hofsós
GPS punktar N65° 53' 55.987" W19° 24' 33.221"
Póstnúmer

565,566

Fólksfjöldi

185

Hofsós - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Haf og land ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Suðurbraut 15
 • 566 Hofsós
 • 861-9803, 849-2409
Bænahúsið á Gröf
Söfn
 • Skagafjörður
 • 566 Hofsós
 • 453-8373
Geislaútgerðin ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Austurgata 14
 • 565 Hofsós
 • 894-2881
Pakkhúsið
Söfn
 • 565 Hofsós
 • 530-2200, 453-7935

Aðrir

KS Hofsósi
Verslun
 • Suðurbraut 9
 • 565 Hofsós
 • 455-4692
Veitingastofan Sólvík
Veitingahús
 • Sólvík
 • 565 Hofsós
 • 861-3463, 453-7930
Saga og menning
Vesturfararsetrið

Á árunum 1870-1914 leitaði fimmtungur þjóðarinnar nýrra tækifæra og flúði bág kjör hér á landi. Í Vesturfarasetrinu á Hofsósi má sjá merkilegar sögusýningar um ferðir Íslendinga til Vesturheims. Á setrinu er einnig ættfræði- upplýsinga- og fræðslumiðstöð, fyrirlestrasalur, verslun og bókasafn.

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri