Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Hrísey

Náttúruperlan Hrísey liggur um miðbik Eyjafjarðar. Þar er lítið sjávarþorp sem býður upp á ýmislegt sem ferðafólki kemur til góða, t.d.sundlaug, lítið gistiheimili, veitingahús, tjaldsvæði, kaffihús og verslun.

Gönguleiðir liggja frá þorpinu víðs vegar um eyjuna sem þekkt er fyrir fjölbreytt fuglalíf.

Skemmtileg dagskrá fyrir ferðafólk gæti t.d. verið fólgin í einhverju af því sem hér segir: Skoðunarferð á dráttarvél um eyna, með heimsókn í hákarlasafnið sem hefur að geyma ríkulegan fróðleik um hákarlaútgerð fyrri tíma og annað sem tengist sögu byggðarlagsins. Að þessu loknu myndu flestir vilja láta eftir sér að smakka sérrétt eyjunnar, ljúffengan krækling sem bráðnar í munni.

Til að komast til Hríseyjar, er stefnan tekin á Dalvík og beygt við vegamótin að Árskógssandi, áður en til Dalvíkur er komið. Hríseyjarferjan heldur uppi áætlunarferðum frá Árskógssandi og tekur siglingin út í eyju um 15 mínútur.

Com_258_1___Selected.jpg
Hrísey
GPS punktar N65° 59' 3.109" W18° 22' 40.208"
Póstnúmer

630

Fólksfjöldi

200

Vefsíða www.hrisey.is

Hrísey - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Hús Hákarla-Jörundar
Söfn
 • Norðurvegur 3
 • 630 Hrísey
 • 466-1497
VisitHrisey.is
Gistiheimili
 • Norðurvegur 17
 • 630 Hrísey
 • 898-9408

Aðrir

Wave Guesthouse
Gistiheimili
 • Austurvegur 9
 • 630 Hrísey
 • 695-2277
VisitHrisey.is
Gistiheimili
 • Norðurvegur 17
 • 630 Hrísey
 • 898-9408

Aðrir

Verbúðin 66
Veitingahús
 • Sjávargata 2
 • 630 Hrísey
 • 467-1166 , 891-7293

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri