Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Kópasker

Kópasker er sjávarþorp við austanverðan Axarfjörð. Höfuðatvinnuvegir eru þjónusta við nágrannasveitir og sjávarútvegur. Vert er að heimsækja Byggðasafn Norður-Þingeyinga að Snartarstöðum, svo og Jarðskjálftasetrið sem veitir innsýn í upplifun jarðskjálftans stóra 1976.

Á Kópaskeri er verslun, verkstæði, heilsugæslustöð, banki, tjaldstæði og gistiheimili. Norðan þorpsins er Melrakkaslétta, með sínu fjölbreytta fuglalífi og þar er líka nyrsti oddi Íslands, Hraunhafnartangi.

Com_251_1___Selected.jpg
Kópasker
GPS punktar N66° 18' 5.531" W16° 26' 36.185"
Póstnúmer

670,671

Fólksfjöldi

130

Kópasker - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Bókasafn Öxarfjarðar
Bóka- og skjalasöfn
 • Akurgerði 4
 • 670 Kópasker
 • 461-2171
Skjálftasetrið
Sýningar
 • Akurgerði 4-6
 • 670 Kópasker
 • 465-2105
Golfklúbburinn Gljúfri
Golfvellir
 • Ekrugata 6
 • 670 Kópasker
 • 465-2145, 892-2145
Brunná
Stangveiði
 • Hvirfilvellir
 • 671 Kópasker
 • 860-4919

Aðrir

Tjaldsvæðið Vesturdal - Vatnajökulsþjóðgarður
Tjaldsvæði
 • Vesturdalur Jökulsárgljúfrum
 • 671 Kópasker
 • 470-7100
Keldunes
Gistiheimili
 • Keldunes II
 • 671 Kópasker
 • 465-2275, 847-1593
Árdalur
Gistiheimili
 • Árdalur
 • 671 Kópasker
 • 659-2282, 465-2282
Tjaldsvæðið Kópaskeri
Tjaldsvæði
 • Austurtröð 4
 • 670 Kópasker
 • 864-2157

Aðrir

Lón 2
Beint frá býli
 • Lón 2
 • 671 Kópasker
 • 866-1511
Árdalur
Gistiheimili
 • Árdalur
 • 671 Kópasker
 • 659-2282, 465-2282
Ásbyrgi veitingar og verslun
Kaffihús
 • Kelduhverfi
 • 671 Kópasker
 • 465-2260
Skerjakolla
Verslun
 • Bakkagata 10
 • 670 Kópasker
 • 465-1150
Saga og menning
Skjálftasetrið á Kópaskeri

Skjálftasetrið á Kópaskeri er áhugaverð sýning á myndum og efni tengdu jarðhræringunum við Öxarfjörð 1975, Kópaskersskjálftanum 13. Janúar 1976 og Kröfluelda 1975-1984.

Sýningin er staðsett í Skólahúsinu á Kópaskeri og er opin alla daga frá 1. Júní - 31. Ágúst milli kl. 13:00 og 17:00. Aðgangur er ókeypis.

Náttúra
Melrakkaslétta

Melrakkaslétta er kunn fyrir hlunnindi, fiskveiðar, fjörubeit, æðarvarp, eggjatöku og gjöful veiðivötn. Þarna er einstök náttúrufegurð á vorin og sumarkvöldum og fjölskrúðugt fuglalíf. Af Rauðanúp er stórkostlegt útsýni og návígi við fuglalífið í dröngunum Karli og Kerlingu.

Nyrst á Sléttunni er Hraunhafnartangi, nyrsti hluti Íslands. Tveir kaupsstaðir eru á Melrakkasléttu, Raufarhöfn og Kópasker.

Náttúra
Jökulsárgljúfur

Jökulsárgljúfur tilheyra Vatnajökulsþjóðgarði og umhverfi þeirra hafa heillað margan ferðalanginn. Fossasamtæða Jökulsár á Fjöllum með Selfoss, Dettifoss, Hafragilsfoss og Réttarfoss á sér fáa líka á jörðinni. Stórkostlegt umhverfi Jökulsárgljúfra er mótað af vatni, eldum og ís. Gífurleg hamfarahlaup eru talin hafa myndað og mótað gljúfur, gil, klappir og byrgi. Frægust þeirra er Ásbyrgi.

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri