Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Skagaströnd

Á Skagaströnd er ekki aðeins fögur og gróðursæl náttúran yfir og allt um kring og menningin sérstök, blómleg og lifandi - það er svo miklu meira.

Listamenn sinna störfum sínum í Nes-listamiðstöðinnu.

Spákonufellshöfði er vinsælt útivistarsvæði. Þar hafa gönguleiðir verið merktar og fræðsluskilti um fugla og gróður sett upp. Spákonufell er virðulegt fjall fyrir ofan bæinn og gönguleiðin upp er stikuð.

Á Skagaströnd er jafnframt góður golfvöllur, fallegt tjaldsvæði með glæsilegu þjónustuhúsi. Sundlaugin er lítil en notarleg og eftir góða gönguferð er yndælt að láta líða úr sér í heita pottinum eða leika sér með börnunum í lauginni.

Com_237_1___Selected.jpg
Skagaströnd
GPS punktar N65° 49' 26.992" W20° 17' 57.468"
Póstnúmer

545

Fólksfjöldi

520

Skagaströnd - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Golfklúbbur Skagastrandar
Golfvellir
 • Höfði
 • 545 Skagaströnd
 • 892-5089

Aðrir

Hafnir
Sumarhús
 • Hafnir
 • 545 Skagaströnd
 • 452-4163

Aðrir

Hafnir
Sumarhús
 • Hafnir
 • 545 Skagaströnd
 • 452-4163
Kaffi Bjarmanes
Kaffihús
 • Höfði
 • 545 Skagaströnd
 • 692-9283
Náttúra
Spákonufell

Spákonufell er svipmikið og virðulegt fjall fyrir ofan Skagaströnd. Það er bæjarfjall Skagstrendinga og fjöldi fólks nýtir sér það til útiveru, jafnt sumar sem vetur. Þar eru líka margar góðar gönguleiðir og nokkrir staðir sem að margra mati eru gulls ígildi. Sömu sögu er að segja að vetrarlagi. Þá taka heimamenn fram gönguskíðin, ganga í kringum Spákonufell og jafnvel upp á það.

Gefnir hafa verið út bæklingar um gönguleiðir á Spákonufell og Spákonufellshöfða. Þeir eru til á íslensku, ensku og þýsku og má fá víða í bænum og upplýsingamiðstöðum á Norðurlandi. Í þeim eru góðar myndir, ítarleg kort og áhugaverður fróðleikur.

Saga og menning
Árnes

Árnes nefnist elsta húsið á Skagaströnd. Sveitarfélagið lét gera það upp og tók í notkun sumarið 2009. Húsið er nú einstak dæmi um vistarverur fólks á fyrri hluta 20. aldar. Það er dæmigert timburhús frá þessum tíma og hið eina þessarar gerðar sem mögulegt var að varðveita á staðnum. Húsið er búið húsgögnum og munum úr Muna- og minjasafni Skagastrandar, lánshlutum og jafnvel búnaði úr eigu fyrri íbúa hússins.

Í Árnesi geta gestir fengið spáð í spil, bolla eða látið lesa í lófa alla daga yfir sumarið.

Náttúra
Kálfshamarsvík

Kálfshamarsvík er lítil vík á norðanverðum Skaga. Þar eru sjávarhamrar úr fallega formuðu stuðlabergi er myndaðist fyrir u.þ.b. tveimur milljónum ára, sérkennileg náttúrusmíð. Í byrjun 20.aldar var útgerð og um 100 manna byggð í Kálfshamarsvík en um 1940 var byggðin komin í eyði.

Náttúra
Spákonufellshöfði

Spákonufellshöfði er vinsælt útivistarsvæði skammt frá höfninni á Skagaströnd. Þar hafa verið merktar gönguleiðir og sett upp fræðsluskilti um fugla og gróður. Á björtum sumarkvöldum má sjá miðnætursólina setjast við hafasbrún í norðri. Raunar ganga heimamenn um Höfðann allan ársins hring og njóta þess sem hann býður upp á.

Saga og menning
Spákonuhof á Skagaströnd

Spákonuhof á Skagaströnd - Sýning um Þórdísi spákonu, fyrsta nafngreinda íbúa Skagastrandar sem uppi var á síðari hluta
10. aldar. Margháttaður fróðleikur um spádóma og spáaðferðir. Gestir geta látið spá fyrir sér eða fengið lófalestur. Börnin skoða í gullkistur Þórdísar, þar sem ýmislegt leynist.

Opið: 11.00-17.00, lokað á mánudögum.

Hægt að hafa samband í símum:
861 5089 - 452 -2726.

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri