Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Akureyri - forgangsverkefni

Verkefni 1: Útivist allt árið – Hlíðarfjall

Styrkja Hlíðarfjall sem heilsársútivistarsvæði og nýta innviði sem nú þegar eru tilstaðar. Hlíðarfjall er mest þekkt sem skíðasvæði en hefur á síðari árum einnig orðið vinsæll vetvangur fyrir fjallahjól, fjallaskíði og gönguferðir. Auk þess sem skíðalyftur hafa einnig verið í boði á sumrin sl. 2 sumur og verða það einnig sumarið 2020. Íþróttavettvangur sem þróast hefur í að vera einnig vinsælt útivistarsvæði.      

Verkefni 2: Í faðmi hárra fjalla og jökla – Glerárdalur

Bæta aðgengi um dalinn með stígagerð, stikun og fræðslu. Glerárdalur er fólkvangur í nágrenni við þéttbýli og góða innviði. Önnur vinsæl svæði í nágrenni dalsins eru Hlíðarfjall og bæjarfjallið Súlur. Með nýrri vatnsvirkjun sem tekin var í notkun árið 2019 hefur aðgengi að sjálfum dalnum batnað mikið með nýjum hjóla og göngustíg sem liggur frá þéttbýli upp að stíflunni við minni dalsins.

Verkefni 3: Hrikalegt gljúfur með aðgengi fyrir alla - Glerárgljúfur

"Glerárgljúfur er eitt dýpsta og hrikalegasta árgljúfur í Eyjafirði. Gera þarf aðgengi að gljúfrinu - fyrir alla og tryggja öryggi. Gera þannig sem flestum kleift að upplifa stórbrotna náttúru í návígi við góða innviði"             

Verkefni 4: Veisluborð Hríseyjar – Háborðið

"Háborðið er einn hæsti punktur Hríseyjar - þaðan er víðsýnt til allra átta - meðfram Látraströndinni, yfir á Svarfaðardalinn og inn fjörðinn auk þess sem þar er tengipunktur fyrir 3 helstu gönguleiðir um eyjuna. Unnið hefur verið að uppbyggingu gönguleiðanna þriggja og háborðinu undanfarin ár en enn er eftir að klára hvoru tveggja."

Verkefni 5: Allir á heimskautsbauginn - Háeyjan (Grímsey)

Bæta aðgengi upp á hápunktinn á norðurhluta eyjunnar "háeyjuna" þaðan sem gott útsýni er norður á nyrsta hluta eyjunnar og þangað sem heimskautsbaugurinn er og listaverkið "Orbis et Globus". Gera þarf greiðfæra gönguleið og upplýsingaskilti til að tryggja sem best aðgengi fyrir sem flesta. Huga þarf að því hver á landið, deiliskipulagi og mögulegum takmörkunum  á umferð um svæðið.   

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Eyjafjarðarsveit Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri