Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Fjallabyggð - forgangsverkefni

Verkefni 1: Útivistar- og áningastaður við Ólafsfjarðarvatn

Bætir upplýsingagjöf og öryggi ferðamanna. Auka gildi svæðisins til náttúruupplifunar og útiveru og að svæðið verði aðdráttarafl fyrir heimafólk jafnt sem ferðamenn. Ólafsfjarðarvatn er á náttúruminjaskrá sem mjög sérstætt náttúrufyrirbrigði.

Ólafsfjarðarvatn hefur gríðarlegt aðdráttarafl enda náttúrufegurð vatnsins og svæðisins mikil. Algengt er að ferðamenn stoppi á þessum stað þar sem útsýnið yfir vatnið og fjörðinn er mjög gott, skemmtilegt og fagurt á þessum stað.

Ólafsfjarðarvatn er sérstakt fyrir margra hluta sakir. Það er lagskipt með fersku og söltu vatni og sums staðar eru hlý vatnslög og er á náttúruminjaskrá vegna þessara eiginleika. Vatnið er um 2,5 ferkílómetrar að stærð; um 3 km á lengd og um 1 km á breidd þar sem það er breiðast. Allbreitt rif, sand- og malarkambur, ca. 250 m breitt skilur vatnið frá sjónum og rennur ós úr því til sjávar. Ólafsfjarðarkaupstaður stendur að hluta til á þessu rifi. Gott er að renna fyrir silung að sumarlagi í góðu veðri hvort sem er af vatnsbakkanum eða af báti úti á vatninu. Fjölskrúðugt fuglalíf er einnig í Ólafsfirði og við vatnið.

Verkefni 2: Göngu og hjólastígur kringum Ólafsfjarðarvatn

Verkefnið er þegar hafið en lagður hefur verið um 900 m langur stígur frá Brimneshótel (Bylgjubyggð) til suðurs að austanverðu. Gert er ráð fyrir að á árinu 2020 verði kláruð hönnun og undirbúningsvinna. Verkefnið verður svo boðið út árið 2021. Framkvæmdinni verður skipt í tvo áfanga. Fyrsti áfangi unnin 2021 og seinni 2022. Gert er ráð fyrir 2-3 áningastöðum við vatnið. Sett verða upp söguskilti við áningastaði og vegvísun við uppaf og enda leiðarinnar.

Verkefni 3: Göngu- og hjólastígur um Hólsdal Siglufirði

Gert er ráð fyrir að á árinu 2020 verði kláruð hönnun og undirbúningsvinna. Verkefnið verður svo boðið út árið 2021.

Framkvæmdinni verður skipt í tvo áfanga. Fyrsti áfangi unnin 2021 og seinni 2022. Stígurinn mun liggja samhliða reiðstíg sem liggur um dalinn að Fjarðará en þar verður lögð trébrú en í dag er það einungis vað sem hentar reiðmönnum vel. Stígurinn verður malbikaður til að auka notagildi hans.  Leggja þarf tvær trébrýr/plankabrú á leiðinni yfir Fjarðará og verður unnið við báðar brýrnar í fyrsta áfanga. Gengið verður frá uppsetningu sögu, upplýsingaskilta og vegvísa.

Verkefni 4: Aðstöðuhús við Brimnes

Gert er ráð fyrir að á árinu 2020 verði kláruð hönnun og undirbúningsvinna. Verkefnið verður svo boðið út árið 2021. Framkvæmdinni verður skipt í tvo áfanga. Fyrsti áfangi unnin 2021 og seinni 2022. Stígurinn mun liggja samhliða reiðstíg sem liggur um dalinn að Fjarðará en þar verður lögð trébrú en í dag er það einungis vað sem hentar reiðmönnum vel. Stígurinn verður malbikaður til að auka notagildi hans.  Leggja þarf tvær trébrýr/plankabrú á leiðinni yfir Fjarðará og verður unnið við báðar brýrnar í fyrsta áfanga. Gengið verður frá uppsetningu sögu, upplýsingaskilta og vegvísa.

Verkefni 5: Uppbygging í Ólafsfirði (tvö verkefni) 

a. Fræðslu- og upplifunarreitur við Aðalgötu í Ólafsfirði
b. Náttúra, saga og útivist;  Stígagerð frá Múlakollu að Hornbrekku.

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Eyjafjarðarsveit Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri