Flýtilyklar
Fjallabyggð - forgangsverkefni
Verkefni 1: Útivistar- og áningastaður við Ólafsfjarðarvatn
Bætir upplýsingagjöf og öryggi ferðamanna. Auka gildi svæðisins til náttúruupplifunar og útiveru og að svæðið verði aðdráttarafl fyrir heimafólk jafnt sem ferðamenn. Ólafsfjarðarvatn er á náttúruminjaskrá sem mjög sérstætt náttúrufyrirbrigði.
Ólafsfjarðarvatn hefur gríðarlegt aðdráttarafl enda náttúrufegurð vatnsins og svæðisins mikil. Algengt er að ferðamenn stoppi á þessum stað þar sem útsýnið yfir vatnið og fjörðinn er mjög gott, skemmtilegt og fagurt á þessum stað.
Ólafsfjarðarvatn er sérstakt fyrir margra hluta sakir. Það er lagskipt með fersku og söltu vatni og sums staðar eru hlý vatnslög og er á náttúruminjaskrá vegna þessara eiginleika. Vatnið er um 2,5 ferkílómetrar að stærð; um 3 km á lengd og um 1 km á breidd þar sem það er breiðast. Allbreitt rif, sand- og malarkambur, ca. 250 m breitt skilur vatnið frá sjónum og rennur ós úr því til sjávar. Ólafsfjarðarkaupstaður stendur að hluta til á þessu rifi. Gott er að renna fyrir silung að sumarlagi í góðu veðri hvort sem er af vatnsbakkanum eða af báti úti á vatninu. Fjölskrúðugt fuglalíf er einnig í Ólafsfirði og við vatnið.
Verkefni 2: Göngu og hjólastígur kringum Ólafsfjarðarvatn
Verkefnið er þegar hafið en lagður hefur verið um 900 m langur stígur frá Brimneshótel (Bylgjubyggð) til suðurs að austanverðu. Gert er ráð fyrir að á árinu 2020 verði kláruð hönnun og undirbúningsvinna. Verkefnið verður svo boðið út árið 2021. Framkvæmdinni verður skipt í tvo áfanga. Fyrsti áfangi unnin 2021 og seinni 2022. Gert er ráð fyrir 2-3 áningastöðum við vatnið. Sett verða upp söguskilti við áningastaði og vegvísun við uppaf og enda leiðarinnar.
Verkefni 3: Göngu- og hjólastígur um Hólsdal Siglufirði
Gert er ráð fyrir að á árinu 2020 verði kláruð hönnun og undirbúningsvinna. Verkefnið verður svo boðið út árið 2021.
Framkvæmdinni verður skipt í tvo áfanga. Fyrsti áfangi unnin 2021 og seinni 2022. Stígurinn mun liggja samhliða reiðstíg sem liggur um dalinn að Fjarðará en þar verður lögð trébrú en í dag er það einungis vað sem hentar reiðmönnum vel. Stígurinn verður malbikaður til að auka notagildi hans. Leggja þarf tvær trébrýr/plankabrú á leiðinni yfir Fjarðará og verður unnið við báðar brýrnar í fyrsta áfanga. Gengið verður frá uppsetningu sögu, upplýsingaskilta og vegvísa.
Verkefni 4: Aðstöðuhús við Brimnes
Gert er ráð fyrir að á árinu 2020 verði kláruð hönnun og undirbúningsvinna. Verkefnið verður svo boðið út árið 2021. Framkvæmdinni verður skipt í tvo áfanga. Fyrsti áfangi unnin 2021 og seinni 2022. Stígurinn mun liggja samhliða reiðstíg sem liggur um dalinn að Fjarðará en þar verður lögð trébrú en í dag er það einungis vað sem hentar reiðmönnum vel. Stígurinn verður malbikaður til að auka notagildi hans. Leggja þarf tvær trébrýr/plankabrú á leiðinni yfir Fjarðará og verður unnið við báðar brýrnar í fyrsta áfanga. Gengið verður frá uppsetningu sögu, upplýsingaskilta og vegvísa.
Verkefni 5: Uppbygging í Ólafsfirði (tvö verkefni)
a. Fræðslu- og upplifunarreitur við Aðalgötu í Ólafsfirði
b. Náttúra, saga og útivist; Stígagerð frá Múlakollu að Hornbrekku.