Flýtilyklar
Húnavatnshreppur - forgangsverkefni
Verkefni 1: Þrístapar
Þrístapar eru söguminjar sem nauðsynlegt er að vernda og byggja þar upp góða aðstöðu til að stýra umferð ferðamanna og vernda land. Þrístapar liggja vestast í Vatnsdalshólunum norðan þjóðvegarins.
Verkefni 2: Ólafslundur
Koma í veg fyrir skemmdir á landi, auka þjónustu við ferðamenn með salernum. Ólafslundur er áningastaður við þjóðveg 1 og Þingeyrarveg, Ólafslundur er skógarreitur sem hefur haft mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn að stoppa á
Verkefni 3: Gullsteinn
Tryggja öryggi og aðgengi ferðamanna, vernda landið. Gullsteinn er við þjóðveg 1 rétt hjá Stóru-Giljá. Þaðan var fyrsti kristinboðinn á Íslandi, Þorvaldur Koðránsson hinn víðförli. Hann ferðaðist um landið nokkru fyrir árið 1000 með saxneskum biskupi, sem Friðrik hét, og boðaði kristna trú. Þeir höfðu ekki erindi sem erfiði.
Verkefni 4: Haukagil
Tryggja öryggi og aðgengi ferðamanna.Við bæinn Haukagil í Vatnsdal er minnisvarði um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur sem reistur var fyrir nokkrum árum. Ekkert hefur verið gert nema reisa minnisvarðann.
Verkefni 5: Langidalur
Tryggja öryggi ferðamanna. Laga bifreiðaplan koma þar fyrir merkingum, bekkjum og borðum til að ferðamenn geti notað þetta sem betri áningastað en nú er.