Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Húnavatnshreppur - forgangsverkefni

Verkefni 1: Þrístapar

Þrístapar eru söguminjar sem nauðsynlegt er  að vernda og byggja þar upp góða aðstöðu til að stýra umferð ferðamanna og vernda land. Þrístapar liggja vestast í Vatnsdalshólunum norðan þjóðvegarins.

Verkefni 2: Ólafslundur

Koma í veg fyrir skemmdir á landi, auka þjónustu við ferðamenn með salernum. Ólafslundur er áningastaður við þjóðveg 1 og Þingeyrarveg, Ólafslundur er skógarreitur sem hefur haft mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn að stoppa á

Verkefni 3: Gullsteinn

Tryggja öryggi og aðgengi ferðamanna, vernda landið. Gullsteinn er við þjóðveg 1 rétt hjá Stóru-Giljá. Þaðan var fyrsti kristinboðinn á Íslandi, Þorvaldur Koðránsson hinn víðförli. Hann ferðaðist um landið nokkru fyrir árið 1000 með saxneskum biskupi, sem Friðrik hét, og boðaði kristna trú. Þeir höfðu ekki erindi sem erfiði.

Verkefni 4: Haukagil

Tryggja öryggi og aðgengi ferðamanna.Við bæinn Haukagil í Vatnsdal er minnisvarði um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur sem reistur var fyrir nokkrum árum. Ekkert hefur verið gert nema reisa minnisvarðann.

Verkefni 5: Langidalur

Tryggja öryggi ferðamanna. Laga bifreiðaplan koma þar fyrir merkingum, bekkjum og borðum til að ferðamenn geti notað þetta sem betri áningastað en nú er.

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Eyjafjarðarsveit Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri