Flýtilyklar
Norðurhjari - forgangsverkefni
Verkefni 1: Útsýnispallur við vitann á Raufarhöfn
Að koma upp útsýnispalli við vitann uppi á Höfðanum við Raufarhöfn. Að koma í veg fyrir frekari náttúruspjöll og utanvegaakstur. Að koma upp fallegum áningarstað fyrir göngufólk, ljósmyndara, íbúa og ferðafólk. Pallurinn fellur vel inn í vinsæla gönguleið um Höfðann, sömuleiðis inn í Fuglastíg á Norðausturlandi og Norðurstrandarleið (Arctic Coast Way.)
Verkefni 2: Gamla bryggjan á Bakkafirði
Gera ákveðnar lagfæringar á gömlu bryggjunni, þannig að fólk geti farið út á hana, veitt sér fisk (en þekkt er að vænn fiskur veiðist við bryggjuna) grillað á staðnum, farið í heitann pott á tanganum upp af bryggjunni og notið útsýnis út á sjóinn og yfir á Langanesið handan fjarðarins.
Verkefni 3: Áfangastaður við Vegginn í Kelduhverfi
Að koma upp áfangastað við Vegginn í Kelduhverfi, en þar má sjá glögg merki plötuskilanna sem einkenna landið. Áfangastaðurinn er á Demantshringnum, einnig á Norðurstrandarleið (Arctic Coast Way).
Verkefni 4: Áfangastaður við Naustárfoss í Kelduhverfi
Við Naustárfoss í Öxarfirði er mikið um að ferðafólk stansi í vegköntum og freisti þess að sjá fossinn. Aðstaða til þess er ekki góð og markmiðið er að bæta aðgengi að fossinum og niður á fallegan sand.
Verkefni 5: Bílastæði og áningarstaður við Hvalvík á Melrakkasléttu
Í Hvalvík á Melrakkasléttu eru fallegir gatklettar og umhverfi. Þar þarf að gera smekklegan áfangastað, koma í veg fyrir akstur um svæðið og gera það aðgengilegt.