Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Norðurhjari - forgangsverkefni

Verkefni 1: Útsýnispallur við vitann á Raufarhöfn

Að koma upp útsýnispalli við vitann uppi á Höfðanum við Raufarhöfn. Að koma í veg fyrir frekari náttúruspjöll og utanvegaakstur. Að koma upp fallegum áningarstað fyrir göngufólk, ljósmyndara, íbúa og ferðafólk. Pallurinn fellur vel inn í vinsæla gönguleið um Höfðann, sömuleiðis inn í Fuglastíg á Norðausturlandi og Norðurstrandarleið (Arctic Coast Way.)

Verkefni 2: Gamla bryggjan á Bakkafirði

Gera ákveðnar lagfæringar á gömlu bryggjunni, þannig að fólk geti farið út á hana, veitt sér fisk (en þekkt er að vænn fiskur veiðist við bryggjuna) grillað á staðnum, farið í heitann pott á tanganum upp af bryggjunni og notið útsýnis út á sjóinn og yfir á Langanesið handan fjarðarins.

Verkefni 3: Áfangastaður við Vegginn í Kelduhverfi

Að koma upp áfangastað við Vegginn í Kelduhverfi, en þar má sjá glögg merki plötuskilanna sem einkenna landið. Áfangastaðurinn er á Demantshringnum, einnig á Norðurstrandarleið (Arctic Coast Way).

Verkefni 4: Áfangastaður við Naustárfoss í Kelduhverfi

Við Naustárfoss í Öxarfirði er mikið um að ferðafólk stansi í vegköntum og freisti þess að sjá fossinn. Aðstaða til þess er ekki góð og markmiðið er að bæta aðgengi að fossinum og niður á fallegan sand.

Verkefni 5: Bílastæði og áningarstaður við Hvalvík á Melrakkasléttu

Í Hvalvík á Melrakkasléttu eru fallegir gatklettar og umhverfi. Þar þarf að gera smekklegan áfangastað, koma í veg fyrir akstur um svæðið og gera það aðgengilegt.

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Eyjafjarðarsveit Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri