Flýtilyklar
Skagafjörður - forgangsverkefni
Verkefni 1: Borgarsandur á Sauðárkróki og Hegranesviti
Vinna við betra aðgengi að svæðinu með bílastæði ásamt göngu- og hjólreiðastígum sem munu ná frá smábátahöfninni á Sauðárkróki að Hegranesvita. Borgarsandur er um 4 km löng strandlengja með ótal útivistarmöguleika og mikið sérkenni fyrir svæðið. Það yrði mikið aðdráttarafl að tengja þetta stóra svæði, það myndi bæta öryggi ferðamanna til muna og vernda náttúruna með því að beina umferð um svæðið á göngustígum.
Verkefni 2: Byggðasafnið í Glaumbæ
Bætt aðkoma að Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ. Bílastæði og aðstöðuhús verða bætt með öryggi ferðamanna í huga sem og verndun landsvæðisins.
Verkefni 3: Ketubjörg
Bætt aðgengi að Ketubjörgum á Skaga, með það í fyrirrúmi að vernda svæðið og tryggja öryggi ferðamanna á svæðinu. Ketubjörg er fjölsóttur ferðamannastaður á Norðurstrandarleiðinni, staðsett við Ketu á Skaga. Engin bílastæði eru á staðnum og engir göngustígar eða öryggisgirðingar. Brýnt er að bæta aðstöðu á svæðinu.
Verkefni 4: Reykjafoss
Byggja upp svæðið við Reykjafoss með það í huga að stýra gestum sem ganga/keyra um svæðið. Tryggja þarf öryggi ferðamanna á svæðinu og vernda landsvæðið fyrir ágangi ferðamanna með því að stýra umferðinni. Þá er einnig möguleiki á að koma upp salernisaðstöðu á svæðinu, en hún er ekki til staðar.
Verkefni 5: Austurdalur
Vinna við uppbyggingu áfangastaðarins. Hönnun og deiliskipulag svæðisins. Framkvæmd á svæðinu.