Flýtilyklar
Svalbarðsströnd - forgangsverkefni
Verkefni 1: Hjóla- og göngustígur á Svalbarðsströnd
Samtengja sveitarfélög í Eyjafirði á sama tíma og hvatt er til heilsueflandi ferðamennsku. Höfða til ferðamanna sem sækja í hjólreiðaferðir í Evrópu. Auka umferðaröryggi barna og fullorðinna sem velja vistvænar samgöngur um Eyjafjörð.
Verkefni 2: Útsýnispallur og þjónustusvæði á Svalbarðsströnd
Ferðamenn hafi gott aðgengi að útsýnispalli og þjónustusvæði, með nægum bílastæðum, sem tryggir öryggi þeirra fyrir umferð á þjóðvegi. Á slíku þjónustusvæði geti ferðamenn nálgast upplýsingar um svæðið, nýtt sér salernisaðstöðu og notið náttúru og útsýnis á öruggan hátt.