Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Áfangastaðaáætlun Norðurlands komin út

Í dag var Áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland birt í fyrsta sinn opinberlega, en hana má finna með því að smella hér. Markaðsstofa Norðurlands hefur unnið að skýrslunni undanfarin misseri, fyrir Ferðamálastofu Íslands sem heldur utan um slíkar greiningar í öllum landshlutum. Markmið verkefnisins var að gera stöðumat á ferðaþjónustu á Norðurlandi, greina ástand hennar í samhengi við innviði og markaðssetningu og sömuleiðis er skerpt á framtíðarmarkmiðum ferðaþjónustunnar á Norðurlandi.

Í skýrslunni má finna forgangsröðun verkefna á svæðinu, en Markaðsstofa Norðurlands ákvað að fara þá leið að fá aðstoð allra þeirra sem vildu leggja hönd á plóg við forgangsröðun. Sérstök áhersla var einnig lögð á að fá stærstu hagsmunaaðilana að borðinu. Að lokum voru 15 verkefni valin sem forgangsverkefni á Norðurlandi næstu þrjú árin.

Á haustmánuðum verða niðurstöður skýrslunnar kynntar betur, sem og framhald verkefnisins.

Ef einhverjir vilja koma á framfæri spurningum eða athugasemdum þá er vinsamlegast bent á að hafa samband við verkefnastjóra verkefnisins Björn H Reynisson, bjorn@nordurland.is


Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri