Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Áfangastaðaáætlun / DMP

DMP verkefni

Ábyrg þróun ferðaþjónustu á Norðurlandi

Þann 23. mars síðastliðinn gengu Markaðsstofa Norðurlands og Ferðamálastofa frá samningi um eitt stærsta verkefni í íslenskri ferðaþjónustu sem gengur út á gerð áfangastaðaáætlun (e. Destination Management Plan) fyrir landshlutann Norðurland. Ferðamálastofa og Stjórnstöð ferðamála hafa leitt verkefnið og síðan samið við markaðsstofur landshlutana að halda um vinnunna á verkefninu.  Í verkefnið eru lagðar 100 milljónir fyrir alla landshluta.

Verkefninu er ætlað að gera heildstætt ferli þar sem litið er til skipulags og samhæfingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamála á svæðinu. Með þessu heildstæða ferli er tryggt að þróun ferðamála sé unnið í sátt við umhverfið, íbúa og ferðaþjónustufyrirtæki svæðisins, sem tryggi bestu upplifun ferðamannsins. Þetta verkefni mun auðvelda opinbera ákvörðunartöku sem tengjast meðal annars uppbyggingu þjónustu, skipulagsmálum, aðgangsstýringu og markaðsáherslum. 

Hagsmunaaðilar DMP

Lykil hagsmunaaðilar verkefnisins verða ferðaþjónustufyrirtæki og sveitarfélög á viðkomandi svæðum. Aðrir hagsmunaaðilar eru þeir sem beint eða óbeint hafa hag af ferðaþjónustu á viðkomandi svæði. 

Svæði Markaðsstofu Norðurlands er mjög stórt eða um 36 þús. ferkílómetrar með 28 þéttbýliskjörnum í 19 sveitarfélögum.  Var því ákveðið að skipta Norðurlandi sem er skilgreint sem eitt DMP svæði og þar verði undir 4 skilgreind vinnusvæði til að einfalda vinnuna og gera ferlið skýrara. Horft var til stöðu ferðaþjónustunnar á svæðinu öllu og ákvað stýrihópur verkefnisins eftirfarandi fjögur vinnusvæði sem eru undir DMP svæði Norðurlands:

 1. A- og V-Hún
 2. Skagafjörður og Eyjafjörður (Tröllaskagi)
 3. Mývatn - Húsavík - Þingeyjarsveit (Demantshringurinn)
 4. Norðurhjarasvæði

Kort sem sýnir skiptingu Norðurlands í fjögur svæði vegna DMP

Helsti ávinningur verkefnisins er

 • Yfirgripsmikil athugun á stöðu ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu þar sem meðal annars eftirfarandi atriði eru skoðuð:
  • Fjöldi fyrirtækja
  • Tegund fyrirtækja
  • Stærð fyrirtækja
  • Markhópur
  • Markaðssvæði
  • Eyðsla
  • Framtíðarhorfur
  • Samkeppnishæfni
  • Ofl.
 • Staða verkefna/innviða í ferðaþjónustu á viðkomandi svæði
  • Yfirlit yfir verkefni/uppbyggingu innviða sem eru í gangi
  • Yfirlit á þeim verkefnum sem eru á teikniborðinu
 • Möguleg framtíðarverkefni á viðkomandi svæði
  • Gerð stefnumótunar/framtíðarsýnar hagsmunaaðila
  • Niðurstaða allra hagsmunaaðila á framtíðarverkefnum á svæðinu
  • Forgangsröðun verkefna
 • Markaðsskilaboð svæðis
  • Hver séu lykilskilaboð viðkomandi svæðis
  • Hver eru markaðsskilaboð norðurlands
  • Sameiginleg markaðsverkefni á svæðinu

Áfangaskýrsla DMP fyrir árið 2017 má finna með því að smella hér.

Björn H. ReynissonNánari upplýsingar veitir verkefnastjóri verkefnisins Björn H. Reynisson bjorn@nordurland.is eða í síma 462-3300.  

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri