Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Fréttir

Samantekt frá Vestnorden

Samantekt frá Vestnorden

Ferðasýningin Vestnorden var haldin með breyttu sniði 7. október síðastliðin. Sýningin átti að fara fram á Reykjanesi í ár en vegna aðstæðna var hún færð í rafrænt form og verður haldin á Reykjanesi á næsta ári. Hátt í 200 fyrirtæki tóku þátt í sýningunni og var Markaðsstofa Norðurlands þar á meðal.
Lesa meira
Kveðja frá MN vegna Uppskeruhátíðar

Kveðja frá MN vegna Uppskeruhátíðar

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, sendir kveðju til samstarfsfyrirtækja MN í tilefni þess að í dag hefði Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi verið haldin venju samkvæmt.
Lesa meira
Hvað er framundan hjá okkur?

Hvað er framundan hjá okkur?

Framundan eru breyttir tímar. Ferðamynstur mun breytast, nýir markaðir opnast og vísbendingar eru um að áherslur ferðamanna verði aðrar þegar heimurinn opnar að nýju fyrir ferðalög
Lesa meira
Leyndarmál Norðurlands

Leyndarmál Norðurlands

Markaðsstofan vinnur nú að því að undirbúa kynningarherferðir haustsins, en sérstök áhersla verður á innlendan markað eins og undanfarna mánuði.
Lesa meira
Hugur í norðlenskri ferðaþjónustu

Hugur í norðlenskri ferðaþjónustu

Meirihluti forsvarsmanna ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi telja að fyrirtæki þeirra muni komast í gegnum þá erfiðleika sem Covid-19 faraldurinn hefur orsakað. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Markaðsstofa Norðurlands stóð fyrir í ágúst.
Lesa meira
Demantshringurinn formlega opnaður

Demantshringurinn formlega opnaður

Demantshringurinn var formlega opnaður við hátíðlega athöfn í gær, þegar þrír ráðherrar klipptu á borða sem var strengdur yfir nýjan Dettifossveg mitt á milli Dettifoss og Ásbyrgis. Þessi ferðamannaleið er 250 kílómetra löng og tengir saman Húsavík, Goðafoss, Mývatnssveit, Dettifoss og Ásbyrgi auk fjölda annarra einstakra áfangastaða. Ferðaþjónustufyrirtæki á þessum hring eru fjölmörg og bjóða upp á margvíslega möguleika í gistingu, afþreyingu, mat og drykk.
Lesa meira
Ný dagsetning opnunarhátíðar Demantshringsins

Ný dagsetning opnunarhátíðar Demantshringsins

Formleg opnunarhátíð Demantshringsins verður sunnudaginn 6. september 2020, en áður hafði þurft að fresta viðburðinum sem átti að halda þann 22. ágúst.
Lesa meira
Formlegri opnun Demantshringsins frestað ótímabundið

Formlegri opnun Demantshringsins frestað ótímabundið

Á morgun, laugardaginn 22. ágúst stóð til að opna Demantshringinn formlega með borðaklippingu og ræðum. Þessari opnun hefur nú verið frestað ótímabundið, en nánari upplýsingar um það hvenær hún verður verða gefnar út í næstu viku.
Lesa meira
Demantshringurinn formlega opnaður

Demantshringurinn formlega opnaður

Formleg opnun Demantshringsins verður á laugardaginn næsta, 22. ágúst. Demantshringurinn er stórkostlegur 250 kílómetra langur hringvegur á Norðurlandi, en þar er að finna magnaðar náttúruperlur og skemmtilega afþreyingu.
Lesa meira
„Yfirtaka“ á samfélagsmiðlum

„Yfirtaka“ á samfélagsmiðlum

Í júní og júlí ætlar Markaðsstofa Norðurlands að leyfa samstarfsfyrirtækjum sínum, sem þess óska, að „taka yfir“ samfélagsmiðlasíðuna Norðurland á bæði Facebook og Instagram
Lesa meira

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Eyjafjarðarsveit Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri