Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

11 nýir í stýrihóp fyrir Arctic Coast Way

11 nýir í stýrihóp fyrir Arctic Coast Way
Frá fyrsta fundi stýrihóps Arctic Coast Way eftir stækkun.

Stýrihópurinn fyrir verkefnið Arctic Coast Way hefur nú verið stækkaður, úr 6 meðlimum í 17 meðlimi. Annar áfangi verkefnisins er hafinn, en umsóknir í ýmsa sjóði um aukið fjármagn báru árangur. Meðlimir í stýrihópnum koma nú frá öllum þeim svæðum sem ferðamannavegurinn nær til og þeir starfa á mörgum sviðum sem snerta verkefnið.

Þekkt verkfæri á heimsvísu

Arctic Coast Way er nýtt og spennandi verkefni sem fyrst var kynnt til sögunnar í vetur, og á að draga athygli ferðamanna að strandlengjunni meðfram Norðurlandi. Ferðamannavegir eru þekktir í ferðaþjónustu á heimsvísu, sem verkfæri til að beina ferðamönnum eftir ákveðnum vegum á ákveðin svæði.

Heildarmarkmið verkefnisins er að skapa aukin tækifæri fyrir ferðaþjónustufyrirtæki, með því að skapa vörumerki sem þau geta tengt sig við. Með því gætu þau orðið sýnilegri bæði á innlendum sem og erlendum mörkuðum. Vegurinn er einnig verkfæri til að fá ferðamenn til að fara víðar um landið og á jaðarsvæðin svokölluðu, og til að fá þá til að dvelja lengur á Norðurlandi. Með tilkomu þessar ferðamannavegar ættu einnig að skapast tækifæri til að gera Norðurland að heilsársáfangastað, en það er langtímamarkmið.

Fulltrúar koma víða að

Fulltrúar í hópnum eru Sigurður Líndal Þórisson, Davíð Jóhannsson, Bryndís Lilja Hallsdóttir, Kjartan Bollason, Linda Lea Bogadóttir, Margrét Víkingsdóttir, Selma Dögg Sigurjónsdóttir, María Helena Tryggvadóttir, Þórgnýr Dýrfjörð, Arnheiður Jóhannsdóttir, Halldór Óli Kjartansson, Caroline Bjarnason, Halla Íngólfsdóttir, Snæbjörn Sigurðarson, Guðmundur Ögmundsson, Halldóra Gunnarsdóttir og  Gréta Bergrún Jóhannesdóttir. Christiane Stadler verður áfram verkefnisstjóri.


Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri