Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Áfangastaðaáætlun DMP á Norðurlandi - Staða mála

Nú er vinna við gerð áfangastaðaáætlunar DMP á Norðurlandi í fullum gangi. Undanfarnir mánuðir hafa farið í undirbúning og skipulagningu á verkefninu.  Auk þess hefur verið lögð áhersla á að hitta lykilhagsmunaaðila í verkefninu á öllu svæðinu, þar sem meðal annars allir sveitarstjórar voru heimsóttir. Á fundi stýrihóps fyrr í september var skipulag verkefnisins samþykkt.  Í þessum fyrsta áfanga verður lögð áhersla á að fá stöðumat á áfangastaðnum Norðurlandi.  Auk þess verður verkefnum fyrir svæðið forgangsraðað og farið verður í að greina markaðsáherslur svæðisins.  

Silja ráðin í 50% stöðu

Í lok ágúst var ráðið í  50% stöðu verkefnastjóra í  á Norðurhjarasvæðinu.  Silja Jóhannesdóttir var ráðin, en hún er stjórnmálafræðingur með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur leitt verkefni Brothættra byggða í Öxarfirði og Raufarhöfn frá árinu 2015 sem felur í sér almenna byggðaeflingu og atvinnuþróun. Þar á undan vann hún hjá Capacent sem ráðgjafi fyrirtækja við ráðningar. Áður vann hún við vinnumálarannsókn á Hagstofu Íslands og einnig við kennslu.

Næstu fundir

Búið er að ákveða dagsetningar fyrir svæðisfundi DMP sem haldnir verða í október og nóvember.  Nánari dagskrá og staðsetning og skráning á fundina verður auglýst síðar en áætlað er að fundirnir verði frá 9:30 – 15:00. Fundirnir eru opnir öllum sem vilja og eru að taka þátt í uppbyggingu á ferðaþjónustu á viðkomandi svæði.

Eftirfarandi eru fundardagsetningar og skilgreindu svæði verkefnisins: 

 

 

  1. 20. október – Svæði 4 (Norðurhjarasvæði)
  2. 24. október – Svæði 1 (Húnavatnssýslur)
  3. 31. október – Svæði 2 (Skagafjörður / Fjallabyggð)
  4. 01. Nóvember – Svæði 2 (Eyjafjörður)
  5. 16. nóvember – Svæði 3 (Demantshringur)

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Eyjafjarðarsveit Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri