Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Ambassador býður upp á ferðir til Hríseyjar

Hvalaskoðunarfyrirtækið Ambassador býður nú upp ferðir til Hríseyjar, fjóra daga vikunnar. Þessar ferðir verða farnar til móts við Grímseyjarferðir fyrirtækisins, sem eru á áætlun þrjá daga vikunnar. Siglt er á bátnum Arctic Circle klukkan 18:00 frá Torfunefsbryggju og komið til baka um 22:30.

Á leiðinni er að sjálfsögðu horft eftir hvölum, enda yfirgnæfandi líkur á því að þeir skjóti upp sporðinum. Þegar til Hríseyjar er komið tekur við traktorsferð með leiðsögn um eyjuna. Því næst er komið við í húsi Hákarla-Jörundar og þar fá gestir að njóta frásagna af Jörundi og sýningar um hákarlaveiðar.

Innifalið í ferðinni er kvöldverður í Verbúðinni 66, þar sem sjávarmeti er á boðstólum. Á meðan gestir njóta sín og matarins um leið, stíga tónlistarmenn á stokk og leika ljúfa tóna. Hægt er að fá nánari upplýsingar um þessar ferðir á heimasíðu Ambassador.

 


Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri