Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Ársfundur Norðurstrandarleiðar og þróun upplifana

Ársfundur Norðurstrandarleiðar – Arctic Coast Way var haldinn á Dalvík í síðustu viku. Verkefnastjórarnir Christiane Stadler og Katrín Harðardóttir voru þar með kynningar á verkefninu, því starfi sem unnið hefur verið á undanförnum misserum og því sem framundan er. Áhugi erlendra fjölmiðla á Norðurstrandarleið hefur verið mikill og ekki síst eftir að Lonely Planet sett leiðina á lista yfir áhugaverðustu staði Evrópu til að heimsækja.

Vörumerkjahandbókin mikilvæg

Fulltrúar nokkurra samstarfsfyrirtækja fóru yfir sína reynslu af þátttöku í verkefninu hingað til og hvernig þeir nýta verkfærakistuna (tool kit) til þess að aðlaga sitt markaðsefni. Miklu máli skiptir að meðlimir í Norðurstrandarleiðini kynni sér vörumerkið vel í vörumerkjahandbókinni (brand guideline), þekki það hvernig á að tala um leiðina og kynna hana fyrir sínum viðskiptavinum, þekki notkun á myndum sem þeim hafa aðgang að og vandi texta vel í samræmi við reglur um markaðssetningu.

Að kynningum loknum skiptu fundargestir sér í nokkra hópa, kynntust betur og sögðu frá sérstöðu síns fyrirtækis. Oftar en ekki kom í ljós að fyrirtækin bjóða upp á einstakar upplifanir sem verða þróaðar áfram í og tengdar við Norðurstrandarleið, enda eru upplifanir lykilþáttur í því sem einkennir leiðina. Hópavinnan skilaði sér líka í því að fólk lærði um staði utan sinna nærsvæða og kynntist því þannig betur hvað er í boði á leiðinni, til að kynna fyrir sínum gestum.

Hetjuuplifanir næsta árs tilbúnar

Hetjuupplifanir næsta árs eru nú tilbúnar til kynningar og markaðssetningar, en slíkar upplifanir eru sérstaklega valdar út og dregnar fram sem eitthvað sem einkennir Norðurstrandarleið. Þessar sérstöku upplifanir skapa sérstöðu fyrir Norðurstrandarleið og eru lykilþáttur í markaðssetningu á öllu því sem er í boði á leiðinni. Lesa má nánar um hetjuupplifanir í kafla 11 í viðskiptahandbókinni (trade manual), en nú bjóða Síldarminjasafnið, Brimslóð á Blönduósi, Norðursigling, Arctic Trip, Ytra Lón og Hvalaskoðun og Ektafiskur á Hauganesi upp á slíkar upplifanir.

Opið fyrir umsóknir

Nú er opið fyrir umsóknir fyrir þróun hetjuupplifanna sem verða í boði frá september 2020, en umsóknarfresturinn rennur út þann 15. febrúar 2020. Allar upplýsingar má finna í Tool kit skjalinu, í kafla 6 en þar er einnig að finna umsóknareyðublaðið. Umsóknir skal senda á info@arcticcoastway.is.

Teknar verða inn 1-3 hetjuupplifanir á næsta ári, en þann 15. mars 2020 verður ákveðið hverjar þær verða. Í framhaldinu skrifar viðkomandi samstarfsfyrirtæki undir sérstakan samning um þróun og markaðssetningu, en upplifunin þarf að vera tilbúin fyrir sölu og markaðssetningu þann 1. september 2020. Þessar upplifanir þurfa að vera í boði í minnst þrjú ár, til að skapa gott svigrúm fyrir markaðssetningu.


Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri