Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Bjórböðin opnuð með pompi og prakt

Formleg opnun Bjórbaðanna á Árskógssandi var á fimmtudaginn 1. júní síðastliðinn. Undirbúningur hefur staðið yfir í þó nokkurn tíma og bygging húsanna hefur gengið vel í vetur. Óhætt er að segja að beðið hafi verið eftir þessum böðum með mikilli eftirvæntingu enda kom fjöldi fólks til að skoða það sem boðið er upp á.

Böðin eru opin alla daga, ýmist til klukkan 20 eða 22 eftir dögum. Hægt er að taka á móti allt að fjórtán gestum í einu, en ein baðferð tekur um 50 mínútur. Fyrst fara gestir í sjálft baðið í 25 mínútur, ýmist tveir eða einn í hvert bað. Síðan tekur við 25 mínútna slökun í teppalögðu slökunarherbergi.

Að sjálfsögðu geta gestir drukkið bjór frá Kalda á meðan þeir eru í baðinu, en einnig er bar rétt við anddyri hússins þar sem hægt er að panta ýmsar tegundir af Kalda bjór og öðrum drykkjarföngum. Auk þess er veitingastaður í húsinu sem getur tekið á móti 80 manns í einu.

Nánari upplýsingar um böðin er að finna á heimasíðu Bjórbaðanna.

 


Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri