Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Ný stjórn kosin á aðalfundi

Ný stjórn kosin á aðalfundi
Ný stjórn Markaðsstofu Norðurlands. Á myndina vantar Viggó Jónsson og Arngrím Arnarson.

Þrír stjórnarmenn voru kjörnir í stjórn Markaðsstofu Norðurlands, á aðalfundi sem haldinn var á Fosshótel Húsavík þriðjudaginn 7. maí. Dagskrá fundarins var samkvæmt skipulagsskrá, en fundargögn koma inn á vefsíðuna síðar.

Kosið var um tvær stöður aðalmanna á Norðurlandi eystra, þar sem fjórir voru í framboði. Það voru þau Edda Hrund Guðmundsdóttir Skagfield, Arngrímur Arnarson, Hlynur M. Jónsson og Erla Torfadóttir. Jafnframt var kosið um eina stöðu á Norðurlandi vestra en þar var Sigurður Líndal Þórisson eini frambjóðandinn. Þau Edda Hrund Guðmundsdóttir Skagfield, hótelstjóri Hótels Laxár í Mývatnssveit og Arngrímur Arnarson, markaðsstjóri Norðursiglingar á Húsavík urðu hlutskörpust í kosningunni um aðalmenn frá Norðurlandi Eystra. Sigurður Líndal var sjálfkjörinn frá Norðurlandi vestra, en hann er framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands á Hvammstanga og kemur nýr inn í stjórn.

Kosið er um hvert sæti í stjórninni til tveggja ára í senn og varamenn eru kosnir á hverju ári. Unnur Valborg Hilmarsdóttir sagði sig úr stjórn í desember 2018.

Stjórnina skipa nú: Baldvin Esra Einarsson frá Saga Travel sem jafnframt er formaður, Viggó Jónsson frá Drangeyjarferðum, Sigurður Líndal Þórisson frá Selasetri Íslands, Arngrímur Arnarson frá Norðursiglingu og Edda Hrund Guðmundsdóttir frá Hótel Laxá. Varamenn eru: Tómas Árdal frá Arctic Hotels/KK Restaurant og Þórdís Bjarnadóttir frá Höldi.


Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri