Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Sumarferðum Voigt Travel lokið - vetrarferðir framundan

Flugvél Transavia sótti í dag hóp ferðamanna sem hafa dvalið á Norðurlandi undanfarna daga, þann síðasta sem ferðast hingað með ferðaskrifstofunni Voigt Travel í sumar. Alls hefur ferðaskrifstofan staðið fyrir 16 ferðum til Akureyrar í sumar, í beinu flugi frá Rotterdam og almennt hafa ferðalangarnir verið mjög ánægðir með alla þá þjónustu sem þeir hafa nýtt sér og ferðalagið sjálft.

Fljúga til og frá Amsterdam í vetur

Voigt Travel mun einnig bjóða upp á ferðir til og frá Norðurlandi í vetur en þá verður flogið frá Amsterdam. Alls verða átta brottfarir frá 14. febrúar og flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum. Ferðaskrifstofan mun bjóða upp á ýmsar pakkaferðir eins og áður, sem vonandi mun nýtast norðlenskri ferðaþjónustu vel.

Í sumar var aðeins flogið á mánudögum og í vetur gefst Norðlendingum því tækifæri til þess að skreppa í helgarferð til Amsterdam, en sala á slíkum ferðum er þegar hafin hjá Ferðaskrifstofu Akureyrar.  Transavia mun fljúga á Boeing 737-700 vélum sem geta flutt 149 farþega.

Styttist í ILS búnað

Á þessu ári hefur Isavia unnið að uppsetningu ILS búnaðar við Akureyrarflugvöll og er áætlað að búnaðurinn verði tilbúinn til notkunar í nóvember. Það er afar mikilvægt fyrir millilandaflug í vetur, og í náinni framtíð, að búnaðurinn komist í notkun sem fyrst.

Unnið að nýju verkefni í stað Super Break

Eins og komið hefur fram í sumar fór móðurfélag bresku ferðaskrifstofunnar Super Break í gjaldþrot, og því miður er ekki útlit fyrir að starfsemi hennar verði endurreist. Því er það afar líklegt að ekkert verði af fyrirhuguðum flugferðum ferðaskrifstofunnar til Akureyrar í vetur, en þær hafa notið vinsælda á meðal breskra ferðamanna síðustu tvö ár. Markaðsstofan, ásamt öðrum hagaðilum, vinnur að því að koma samskonar verkefni af stað fyrir veturinn 2020-2021.


Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri