Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Fljúga beint til Akureyrar frá Bretlandi

Fljúga beint til Akureyrar frá Bretlandi
Norðurljós yfir Eyjafirði.

Breska ferðaskrifstofan Super Break mun á næstu dögum hefja sölu á ferðum til Norðurlands með beinu flugi frá Bretlandi. Þetta verður í fyrsta sinn sem boðið verður upp á beint flug til Akureyrar frá Bretlandi, en flogið verður alls átta sinnum frá átta mismunandi flugvöllum víðsvegar um Bretland. Þeirra á meðal eru Newcastle, Liverpool, Leeds, Bradford og Bournemouth. Samtals verður pláss fyrir um 1500 farþega í þessum ferðum.

Fljúga átta sinnum til að byrja með

Fyrst um sinn verður boðið upp á átta ferðir, allar í janúar og febrúar á næsta ári, en sérstök áhersla verður lögð á norðurljósaferðir. Boðið verður upp á þriggja til fjögurra nátta ferðir og auk gistingar verður boðið upp á ferðir í Mývatnssveit. Ferðamennirnir geta svo bætt við ferðina eftir eigin óskum, til dæmis með heimsókn í Bjórböðin, hvalaskoðun eða hestaferðir svo eitthvað sé nefnt.

Fjölgun yfir vetrartímann

Þessar ferðir Super Break eru viðbragð við vaxandi eftirspurn eftir ferðum til Íslands, en þetta er í fyrsta skipti sem ferðaskrifstofan býður upp á sitt eigið leiguflug. Ánægjulegt er að sjá að svo virðist sem áhugi Breta á Íslandi fari síst dvínandi þrátt fyrir gengisbreytingar og sömuleiðis er það fagnaðarefni að verið sé að fljúga ferðamönnum til Akureyrar á vetrartíma, en Markaðsstofan hefur markvisst unnið að því að fá fleiri ferðamenn á Norðurland yfir veturinn.

Eftirspurnin mikil eftir norðurljósum

„Þetta er eitthvað sem við höfum ekki gert áður og sýnir hversu ákveðin við erum í að bjóða upp á einstakar og áhugaverðar ferðir. Við vitum að það er ekki hægt að fljúga beint til Norðurlands frá Bretlandi og vonumst þess vegna eftir því að okkar sölufulltrúar geti nýtt sér hvað þetta er einstakt. Eftirspurnin eftir norðurljósaferðum er mikil og það skemmtilega við þessar stuttu ferðir okkar er hvað þær bjóða líka upp á margt annað skemmtilegt og spennandi,“ segir Chris Balmforth, sölustjóri hjá Super Break.

Vetrarferðamennska fer vaxandi

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir að Norðurland sé besta svæðið á landinu til að sjá Norðurljós. „Veðuraðstæður eru þannig að mjög góðar líkur eru á því að sjá norðurljósin hér og það heillar okkar gesti. Vetrarferðamennska hefur farið vaxandi síðustu ár, enda margt spennandi sem hægt er að gera og margir staðir sem eru ótrúlega fallegir á veturna,“ segir Arnheiður.


Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri