Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Flug til framtíðar - málþing og vinnustofa

Þriðjudaginn 15. október verður málþing, og vinnustofa, undir nafninu „Flug til framtíðar“ haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri, frá kl. 13-16. Á fundinum verður fjallað um millilandaflug á Norðurlandi, fulltrúar frá bæði Super Break og Voigt Travel tala um sína reynslu af beinu flugi til Akureyrar og fara yfir þeirra framtíðarsýn í þeim efnum. Þá verður einnig fjallað um millilandaflug í tengslum við byggðamál. Að loknu málþingi verður haldin vinnustofa þar sem gestum gefst tækifæri til að ræða málin.

Skráningu á fundinn má finna með því að smella á hlekkinn hér að neðan, en ekkert kostar inn á málþingið.
https://www.northiceland.is/is/moya/formbuilder/index/index/flug-til-framtidar

Dagskráin er eftirfarandi:

13:00 - 13:10
Ávarp - Sigurbergur Björnsson, skrifstofustjóri á skrifstofu samgangna
 
13:10 - 13:20
Staðan í dag - Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands
 
13:20 - 13:30
Fjármögnun Akureyrarflugvallar, byggðamál eða viðskiptatækifæri? - Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia
 
13:30 - 13:40
Hvaða máli skiptir flugið fyrir framtíð landsbyggðanna? Jóna Árny Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar
 
13:40 - 14:00
Why Akureyri? The importance of direct access - Chris Hagan, fyrrum starfsmaður Super Break
 
14:00 - 14:20
Future potential of Akureyri and North Iceland - Cees van den Bosch framkvæmdastjóri og eigandi Voigt Travel
  
14:20 - 14:30
Spurningar
 
14:30 - 14:50
Kaffihlé
  
14:50 - 15:50
Vinnustofa
 
15:50 - 16:00
Samantekt

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri