Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Fréttaskot í febrúar

Það má með sanni segja að janúar hafi verið mánuður ferðasýninganna, þar sem bæði Mannamót og Mid-Atlantic voru áberandi, svo eitthvað sé nefnt. Í myndbandinu hér að neðan fer Halldór Óli Kjartansson betur yfir hvað bar hæst á þessum sýningum og þann greinilega og mikla áhuga sem erlendar ferðaskrifstofur sýna Norðurlandi.

Á undanförnum vikum hafa þau Arnheiður Jóhannsdóttir og Björn H. Reynisson farið yfir Norðurland og boðið öllum sem vilja að koma til fundar við sig ræða það sem helst á hverjum og einum brennur, í svokölluðum viðtalstímum. Viðtökurnar við þessum fundum voru afar góðar og ljóst að þetta verður endurtekið síðar.

Í dag, 16. febrúar, er síðasti dagur til að skila inn athugasemdum eða tillögum að breytingum fyrir North Iceland Official Tourist Guide sem verður gefinn út í maí. Strax í næstu viku hefst vinnan við að uppfæra upplýsingarnar í bókinni og því er það afar mikilvægt að samstarfsfyrirtæki okkar fari yfir sína skráningu í bókinni og sendi inn leiðréttingar ef einhverjar eru. Hægt er að senda á netfangið rognvaldur@nordurland.is

 


Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri