Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Glærur og upptaka frá fundi um flugmál

Vel var mætt á fund Markaðsstofu Norðurlands um flugmál sem haldinn var á Hótel Kea í dag. Þingmönnum kjördæmanna Norðvestur og Norðaustur var sérstaklega boðið til fundarins, og sá stór hluti þeirra sér fært að mæta. 

Myndir: Fundur um flugmál á Akureyri 2019

Jón Þorvaldur Hreiðarsson, hagfræðingur og lektor við Háskólann á Akureyri fór yfir fjórar hugsanlegar sviðsmyndir í þróun millilandaflugs um Akureyrarflugvöll og ávinning af hverri og einni þeirra. Lesa má nánar um skýrslu Jóns um þetta með því að smella hér.

Næstur steig Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson í pontu, en hann vann skýrslu fyrir Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar um Akureyrarflugvöll og kynnti niðurstöður hennar á fundinum. Auk þess fór hann yfir ýmsar staðreyndir um flugvöllinn, en skoða má glærur hans með því að smella hér.

Að lokum fór Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri flugklasans Air 66N yfir þróun í markaðssetningu á flugvellinum, þau verkefni sem hafa skilað sér í reglulegu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll og hver framtíðarverkefnin eru. Lesa má glærurnar hans með því að smella hér.

Hér má sjá upptöku frá fundinum.


Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri