Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Góður gangur í DMP-vinnu

Vinna við DMP áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland er í fullum gangi þar sem meðal annars er búið að halda svæðisfundi innan fyrir fram skilgreinda svæða. Áfangastaðaáætlun DMP snýst um að skipuleggja og samhæfa þróun og stýringu á öllum þeim þáttum sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þ.m.t. þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis. 

Markmið svæðisfunda er meðal annars að ákveða hver forgangsverkefni hagsmunaaðila eru á svæðinu, auk þess að farið er yfir markaðsáherslur á svæðinu. Vegna þessara forgangsverkefna voru ferðamálafulltrúar, formenn ferðamálasamtaka og sveitarstjórnendur beðnir um að senda lista yfir fimm mikilvægustu verkefnin á þeirra svæði, sem munu stuðla að því að byggja upp ábyrga ferðaþjónustu á svæðinu.  Slík forgangsröðun er byggð á stefnu og áherslu Markaðsstofu Norðurlands. Á svæðisfundum voru síðan þessi verkefni kynnt og þátttakendur á fundunum tóku ákvörðun um hvaða verkefni væru mikilvægust fyrir viðkomandi svæði.  Eftir stendur 15 atriða forgangslisti fyrir áfangastaðinn Norðurland.  Á fundunum var auk þess kafað dýpra í markaðsáherslur hvers svæðis fyrir sig.  Með þeirri vinnu verður hægt að fá betri mynd af stöðu mála og skýrari fókus á markaðsáherslum hvers og eins svæðis fyrir sig.

Fundirnir voru opnir öllum og allir þeir sem vilja taka þátt í að þróa ábyrga ferðaþjónustu voru hvattir til þess að mæta. Fundirnir voru auglýstir í svæðisblöðum, með markpóstum, í Facebook-hópum og með markpósti Markaðsstofu Norðurlands. Á næstu vikum verður síðan farið að vinna úr þeim upplýsingum sem komu fram á fundunum.  


Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri