Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Hæfilegur fjöldi ferðamanna yfir sumartímann

Meirihluti íbúa í Eyjafirði telur að ferðamenn í þeirra heimabyggð séu hæfilega margir yfir sumartímann en heldur fáir á veturna. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunarinnar „Eyfirðingurinn í hnotskurn“ sem Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri gerði á Eyjafjarðarsvæðinu.

Það voru 60% svarenda sem sögðu að fjöldi ferðamanna væri hæfilegur fyrir sumartímann, en 24% sögðu þá heldur marga eða alltof marga yfir sumarið.  Af þeim sem búa á Akureyri sagði tæplega helmingur þeirra sem býr norðan Glerár að ferðamenn væru hæfilega margir á yfir vetrartímann, en þeir sem búa sunnan Glerár sögðu þá heldur fáa á þeim tíma. Til samanburðar kom fram í könnun sem gerð var í fyrra að meirihluti íbúa á Mývatnssveit og á Höfn taldi fjölda ferðamann hæfilegan á veturna en meirihluti íbúa í Eyjafirði þykir þeir heldur fáir.

Lesa má nánar um könnunina og niðurstöður hennar á heimasíðu RMF.


Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri