Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Iceland Winter Games í mars

Iceland Winter Games (IWG) vetrarhátíðin verður haldin í Hlíðarfjalli dagana 22.-24. mars næstkomandi en um alþjóðlega vetraríþróttahátíð er að ræða.

Iceland Winter Games er þriggja daga vetrar- og útivistarhátíð sem haldin er á Norðurlandi í fjórða sinn í ár og er hún svo sannarlega búin að festa sig í sessi, jafnt hjá bæjarbúum sem og vetraríþróttafólki og áhugamönnum um allt land sem og erlendis. Árið 2015 sameinuðust tvær stærstu vetrarhátíðir Norðurlands, Éljagangur og IWG undir nafni og merkjum Iceland Winter Games, sem gerir IWG að stærstu vetrarhátíð landsins og er enn í mjög örum vexti.

Meðal þess sem verður um að vera á IWG í ár er fjallahjólabrun í bröttustu brekku skíðasvæðisins, vélsleðaspyrna, Íslandmeistaramót í snjóblaki sem verður haldið í Hlíðarfjalli, Íslandsmót á snjóskautum og „Freeride“ skíða/bretta keppni þar sem keppt er utan troðinna skíðaleiða og verður haldið í Hlíðarfjalli í fyrsta skipti.

Einnig verður Meistaramót unglinga-UMÍ í alpagreinum og skíðagöngu haldið sömu helgi í Hlíðarfjalli og því nóg um að vera í fjallinu og margir af áhugaverðir og áhorfendavænir viðburðir sem bæjarbúar og aðrir gestir eru hvattir til að fylgjast með.

Á Glerártorgi fer svo fram vetrartækjasýning í tengslum við hátíðina þar sem gestir og gangandi geta virt fyrir sér allt það nýjasta í tækjaheimi vetrarútivistar.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu hátíðarinnar www.icelandwintergames.com

Einnig er hægt að hafa samband við axel@icelandwintergames.com fyrir frekari upplýsingar.


Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri