Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Kynning á nýju vörumerki Demantshringsins

Fimmtudaginn 12. desember næstkomandi verður hádegisfundur á Sel-Hótel Mývatn um Demantshringinn/Diamond Circle, frá klukkan 11:30-13:00. Ráðgjafafyrirtækið Cohn & Wolfe hefur hannað nýtt vörumerki fyrir leiðina og mun Ingvar Örn Ingvarsson, sérfræðingur, fara yfir það ferli á fundinum og kynna vörumerkið. Þá munu verkefnastjórarnir Björn H. Reynisson og Katrín Harðardóttir fara yfir stöðuna á þróun Demantshringsins og næstu skref.

Ekkert kostar inn á fundinn og boðið verður upp á súpu og brauð.

Fundurinn verður í beinni útsendingu á Facebook síðu Markaðsstofu Norðurlands.

Hér er hægt að skrá sig á fundinn: https://www.northiceland.is/is/moya/formbuilder/index/index/skraning-a-fund-diamond-circle


Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri