Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Menningarbrunnur Eyþings kominn í loftið

Eyþing og SSNV hafa nú birt viðamikinn gagnagrunn um menningartengda þjónustu á Norðurlandi sem nefnist Menningarbrunnur - Gagnagrunnur um menningarstarf á Norðurlandi. Skráning í grunninn er aðilum að kostnaðarlausu og verður skráning og viðhald upplýsinga í höndum Eyþings og SSNV. Menningarbrunnur - Gagnagrunnur um menningartengda þjónustu á Norðurlandi hlaut styrk úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra sem áhersluverkefni 2015.

Í grunninum er að finna upplýsingar um:

  • Hátíðir
  • Húsnæði
  • Hönnunarhús/gallerí
  • Menningarstofnanir/félög
  • Svæðisbundna fjölmiðla
  • Söfn/setur
  • Tónlist
  • Útilistaverk
  • Vinnustofur listamanna

Hér má finna tengil á gagnagrunninn.

Stefnt er að því að gagnagrunnurinn verði aðgengilegur á heimasíðu Eyþings, SSNV, Markaðsstofu Norðurlands, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, og heimasíðum allra sveitarfélaga á Norðurlandi.

Frekari upplýsingar um gagnagrunninn veitir Vigdís Rún Jónsdóttir verkefnastjóri menningarmála hjá Eyþingi, netfang vigdis@eything.is og Ingibergur Guðmundsson verkefnastjóri hjá SSNV, netfang ingibergur@ssnv.is


Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri