Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Mikill áhugi á Norðurlandi á Birdfair

Dagana 18. – 20. ágúst tók Markaðsstofan þátt í sýningunni The British Birdwatching Fair í Rutland, Bretlandi. Þetta var í 4 skipti sem MN tekur þátt í sýningunni og stefnt er að halda því áfram. Markaðsstofan hefur unnið með ferðamálasamtökum Norðurlands vestra og Fuglastíg Norðurlands Eystra ásamt aðilum í Eyjafirði í þróun á ferðaþjónustu sem tengist fuglum á Norðurlandi. Mikill áhugi var á Norðurlandi sem áfangastað og nokkuð var um fólk sem hafði komið til Íslands en vildi koma aftur, dvelja lengur og ferðast víðar. 

Sýningin í ár var sú stærsta frá upphafi og er var nú haldinn í 29. skipti. Markaðsstofan tók þátt ásamt Ferðamálasamtökum Norðurlands vestra, Geo Travel, Nonna Travel, Travel North og North West Adventures. Sýningin er í Bretlandi en fólk kemur frá öllum heimshornum til þess að kynna sér allt það nýjasta sem tengist fuglum. fuglaskoðun, dýralífi, náttúru og ljósmyndun.


Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri