Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Norðurstrandarleið fær styrki úr uppbyggingarsjóðum

Verkefnið Norðurstrandarleið - Arctic Coast Way fékk á dögunum tvo peningastyrki, annars vegar úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands Eystra sem Eyþing heldur utan um og hins vegar úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands Vestra sem SSNV heldur utan um. Þetta styrkir starfsemi verkefnisins til muna og styður við þróun þess. Fjármagnið verður nýtt til þess að vinna í öllum þáttum verkefnisins, sem eru þróun á upplifunum, greining innviða og markaðssetning bæði innanlands sem utan. Markaðsstofan er þakklát fyrir þann stuðning sem verkefnið hefur fengið, sem gefur góðan grunn til þess að halda þróun þess áfram.

Áætlað er að formleg opnun Norðurstrandarleiðar verði þann 8. júní 2019, en á þessu ári verið lögð áhersla á þróun upplifanna í samstarfi við Blue Sail og þau fyrirtæki á svæðinu sem vilja taka þátt í verkefninu.


Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri